Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 190 svör fundust
Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...
Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?
Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...
Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?
Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...
Hvað merkir örnefnið Kleppur og hvar er Kleppsvík?
Örnefnið Kleppur er frekar fátítt. Merking orðsins er ,köggull' eða ,klepri' en sem örnefni merkir það ,klöpp'. Í nýnorsku getur klepp merkt ,smáklettur'. Líklegt er að kleppurinn sem Kleppur í Reykjavík er kenndur við, hafi verið svonefnt Skaft (Kleppsskaft), klettahöfðinn norðan við Kleppsspítalann, sem nú er sk...
Hvað borðuðu Íslendingar árið 1918?
Þrátt fyrir allar þær þrengingar sem dundu yfir þjóðina þetta örlagaríka ár 1918, voru helstu undirstöður í fæði Íslendinga enn að mestu óbreyttar, það er súrmatur, fiskur, mjólkurmatur, rúgbrauð og smjör. Grautur og súr blóðmör eða lifrarpylsa hefur því líklega verið fyrsta máltíð dagsins hjá mörgum, rétt eins og...
Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...
Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...
Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...
Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?
Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...
Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?
Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...
Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?
Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...
Hvaða áhrif hafði Jónas Hallgrímsson á íslenska tungu og hvað gerði hann til að vernda hana?
Ekki þarf að fara mörgum orðum um Jónas Hallgrímsson og kveðskap hans. Jónas hefur í hátt á aðra öld verið eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Sést það best af því að á þessu ári keppast menn við að minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans og verður honum sýndur margvíslegur sómi. Enn er ekki fari...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvenær var byrjað að virkja vindorku og hvar get ég fundið upplýsingar um það? Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp á vindmyllum? Menn hafa lengi nýtt sér hreyfiorkuna sem falin er í vindinum til þess að knýja til dæmis seglskip og vindmyllur. Elsta heimildin ...