Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 968 svör fundust
Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt? Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið ...
Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?
Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út. Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt ta...
Hvað gerist í líkamanum þegar maður fær marbletti?
Við fáum marbletti ef högg sem lendir á líkamanum nær til mjúku vefjanna sem eru undir húðinni. Það sem gerist þá er að litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofna og blóð lekur úr þeim. Í kjölfarið safnast rauðkorn fyrir undir húðinni og við sjáum þau sem blá, fjólublá, rauð eða svört nálægt þeim stað sem höggi...
Af hverju heitir hún kokteilsósa?
Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd. Elstu dæm...
Hvað er að auðga úran?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Undanfarið er búið að vera mikið í fréttum að Íranar vilji fá að auðga úran. Hvað er auðgað úran? Í náttúrulegu úrangrýti er einkum að finna tvær samsætur. Samsætan 238U er tæp 99,3% af úrani en í kjarna hennar eru 92 róteindir og 146 nifteindir, en rúm 0,7% af úraninu eru ...
Hvernig er hægt að reikna líkurnar á að samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti?
Líkurnar á að tvær eða fleiri samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti eru 42,71%, eins og sagt er frá í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum? Hér verður sýnt hvernig hægt er að reikna þessar líkur. Tekið s...
Hvað ræður augnalit okkar? Hvort eru blá eða brún augu ríkjandi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Geta foreldrar sem bæði eru brúneygð átt bláeygt barn? Gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráða því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg og sa...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Hvað er splæst gen?
Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...
Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?
Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur ...
Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heil...
Hvers vegna er álftin friðuð?
Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir: Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans mun...
Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.
Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...
Eru meiri líkur á að eignast barn með Down-heilkenni ef einhver í fjölskyldunni er með heilkennið?
Down-heilkenni getur verið af þremur mismunandi orsökum. Algengasta orsökin (96% tilfella) er svokölluð þrístæða 21 en þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja (eins frá hvoru foreldri) í frumum einstaklingsins. Slíkt gerist vegna mistaka í rýriskiptingu við myndun kynfrumna. Af þessum 96% má rekja 88% til...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í október 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör októbermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar? Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar? Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærst...