Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt?Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið notað lengi í málinu, að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Það gefur lýsingarorðinu merkinguna ‘mjög ...’. Sem dæmi mætti nefna fokdýr, fokreiður, fokillur, fokvondur. Engar líkur eru á að notkunin eigi rætur að rekja til ensku.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 11. október 2022).
- Mynd: Pexels. (Sótt 17.11.2022).