Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1212 svör fundust
Hver er sjálfum sér næstur?
Við höfum eftir áreiðanlegum heimildum að niðurstöður nýjustu rannsókna með fullkomnustu mælitækjum gefi til kynna að svarið við þessari spurningu sé hver og einn en hvor mun vera um 2 mm frá sjálfum sér. Einnig höfum við af því spurnir að fáeinir, sumir, ýmsir og jafnvel allir hafi náð allgóðum árangri, eða innan...
Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?
Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma. Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefnd...
Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?
Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin ...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?
Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar: eg hef þú hefr hann/hún hefr en hins vegar: eg hefi þú hefir hann/hún hefir Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur...
Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?
Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...
Af hverju var Leifur skírður Leifur?
Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...
Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?
Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þ...
Hvað búa margir í Evrópu?
Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áæt...
Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?
Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...
Hvernig myndaðist Hrísey?
Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan. Hrísey, horft suður Eyjafjörð. Hrísey...
Gáta: Hvernig er hægt að segja til um hvaðan vatnið kom?
Haraldur og Sigurður eru mikið fyrir ýmiss konar þrautir en þeir skiptast gjarnan á og leggja þrautir hvor fyrir annan. Nú er komið að honum Haraldi. Hann tekur tvær tómar hálfslítra plastflöskur og fyllir þær af vatni. Því næst nær hann í skúringafötu og segir við Sigurð:Þú þarft að tæma úr báðum plastflöskun...
Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?
Spænski fáninn hefur þrjár láréttar rendur. Tvær þeirra eru rauðar, sú efsta og sú neðsta, en röndin í miðjunni er gul að lit. Gula röndin er tvöfalt stærri en hvor rauða röndin. Litir fána tengjast oftar en ekki einhverju sem einkennir bæði land og þjóð. En þó eru skiptar skoðanir um hvað litirnir standa fyrir. G...
Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?
Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...
Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...