Hrísey er því dæmi um jökulrof en um það er fjallað nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi? Þar segir meðal annars:
Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást hvarvetna á Íslandi. Áhrif jöklanna á mótun landslags hafa verið tvíþætt. Annars vegar er jökulrof sem slípar berggrunninn og rýfur hann og hins vegar leiða eldgos undir jökli til háreistra móbergsfjalla sem setja sterkan svip á gosbelti landsins.Á Vísindavefnum eru nokkur fleiri dæmi um hvernig jökull hefur mótað landið okkar:
- Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?
- Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?
- Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.