Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?

Guðrún Carstensdóttir

Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma.



Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefndan ‘snurfer’. Stúlkan fór út með snurferinn að leika sér, og fljótlega vildu öll börnin í hverfinu fá sinn eigin snurfer. Á næstu 10 árum voru svo milljón snurferar seldir út um allan heim.

Hin sagan segir að strákur, að nafni Tom Sims, hafi fundið upp snjóbretti eða skíðabretti, eins og hann nefndi það, árið 1963. Það var búið til úr krossviði og varð til sem íþróttaverkefni í skólanum hjá honum í 8. bekk.

Hvort önnur hvor sagan sé hin rétta upprunasaga snjóbrettsins er ekki á tæru, en í sameiningu áttu þessar uppfinningar eftir að breyta ímynd vetraríþrótta um alla tíð.

Heimildir og mynd:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Brekkubæjarskóla

Útgáfudagur

29.11.2002

Spyrjandi

Herbert Vilhjálmsson, f. 1987
Katrín Erna, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Carstensdóttir. „Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2924.

Guðrún Carstensdóttir. (2002, 29. nóvember). Hver bjó til fyrsta snjóbrettið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2924

Guðrún Carstensdóttir. „Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2924>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?
Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma.



Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefndan ‘snurfer’. Stúlkan fór út með snurferinn að leika sér, og fljótlega vildu öll börnin í hverfinu fá sinn eigin snurfer. Á næstu 10 árum voru svo milljón snurferar seldir út um allan heim.

Hin sagan segir að strákur, að nafni Tom Sims, hafi fundið upp snjóbretti eða skíðabretti, eins og hann nefndi það, árið 1963. Það var búið til úr krossviði og varð til sem íþróttaverkefni í skólanum hjá honum í 8. bekk.

Hvort önnur hvor sagan sé hin rétta upprunasaga snjóbrettsins er ekki á tæru, en í sameiningu áttu þessar uppfinningar eftir að breyta ímynd vetraríþrótta um alla tíð.

Heimildir og mynd:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...