Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 306 svör fundust
Er himnaríki til?
Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...
Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Hvernig er dýralíf á Grænlandi?
Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Hver fann upp orðið lýðveldi?
Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...
Hvenær voru jarðskjálftamælar fundnir upp og hvenær komu þeir fyrst til Íslands?
Fyrstu raunverulegu jarðskjálftamælarnir komu til sögunnar undir lok nítjándu aldar og ollu þeir byltingu í túlkun manna og mati á jarðskjálftahreyfingum. Luigi Palmieri (1807-1896) var ítalskur veðurfræðingur og eðlisfræðingur, en upphaflega menntaður sem arkitekt. Honum tókst að smíða nothæfan jarðskjálftamæl...
Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?
Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...
Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?
Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...
Af hverju svífur fólk í geimnum?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig er þyngdarleysi? (Sturla Skúlason, f. 1995) Er hægt að yfirvinna þyngdarafl jarðar án þess að fara út í geim? Hvernig? (Jón Geir Sveinsson, f. 1991) Á milli allra hluta verkar aðdráttarkraftur sem kallast þyngdarkraftur. Hann verkar bæði milli stórra hluta, eins o...
Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?
Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...
Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?
Þol og mikið úthald er eitt af helstu einkennum bjarndýra. Bjarndýr geta hlaupið nokkuð hratt og haldið hraðanum lengi og úthaldið er sennilega helsti styrkur þeirra. Ísbjörn er það bjarndýr sem best er lagað að lífi í vatni. Eins og sjá má af latneska heitinu, Ursus maritimus, er hann líka stundum kallaður sjó...
Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?
Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...
Hvenær barst minkur til Evrópu?
Minkur (Mustela vison) er rándýr af marðardýraætt (Mustelidae). Hann er upprunninn í Norður-Ameríku og nær náttúruleg útbreiðsla hans allt frá túndru Alaska í norðri til leiruviðarfenja Flórída og þurrs loftslags Nýju Mexíkó og Kaliforníu í suðri. Frá því að tegundinni var fyrst lýst af Schreber árið 1777 hefur 15...