Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 274 svör fundust
Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?
Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...
Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?
Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...
Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?
Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?
Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...
Hvenær voru pappírspeningar fundnir upp?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvernig verða peningar til? Peningar geta verið af þrennu tagi. Í fyrsta lagi vara sem er verðmæti í sjálfum sér (e. commodity money), líkt og mynt sem slegin er úr eðalmálmum, svo sem gulli, silfri eða kopar. Í öðru lagi bein ávísun á verðmæti (e. representative money) se...
Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?
Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...
Hvernig er tilraun Millikans framkvæmd?
Árið 1909 gerði bandaríski eðlisfræðingurinn Robert Andrews Millikan (1868-1953) tilraun í þeim tilgangi að ákvarða rafhleðslu rafeindar. Hann uppgötvaði um leið að sú hleðsla væri smæsta eining hleðslu, það er að segja að hleðslur væru skammtaðar. Það þýðir að sérhver rafhleðsla er heilt margfeldi af einingarhleð...
Hvers vegna dó sverðkötturinn út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...
Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?
Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...
Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?
Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyss...