Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 226 svör fundust
Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...
Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?
Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...
Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Deman...
Af hverju eru karlar yfirleitt stærri en konur?
Þegar kerfisbundinn kynjamunur er á útliti eða formgerð tiltekinnar dýra- eða plöntutegundar er talað um kynbundna tvíbreytni (e. sexual dimorphism). Mörg dæmi eru til að mynda um að kynin séu misskrautleg; þannig eru andarsteggir oft mun skrautlegri en kollurnar, og hjá páfuglum er það aðeins karlfuglinn sem hefu...
Hvernig er spegill á litinn?
Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...
Hver var William Rayleigh og hvert var hans framlag til vísindanna?
John William Strutt fæddist í Essex á Englandi 1842. Hann var af aðalsættum, sonur Johns Strutts baróns Rayleigh og erfði titilinn sem þriðji barón Rayleigh eftir föður sinn 1873. Framan af var skólaganga hans skrykkjótt vegna heilsubrests og umhverfið sem hann mótaðist í snerist um óðöl og landbúnað frekar en vís...
Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...
Hver var Plútarkos og hver eru hans helstu rit?
Plútarkos sonur Átóbúlosar frá Kæróneiu í Böótíu var grískur heimspekingur og ævisagnaritari, sem var uppi á fyrstu og annarri öld okkar tímatals. Hann fæddist um árið 46 og lést eftir árið 120. Plútarkos var föðurbróðir Sextosar, sem var einn af kennurum Markúsar Árelíusar, keisara Rómaveldis. Hann nam heimspeki ...
Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...
Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...
Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?
Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...
Af hverju eru Sádi-Arabar svona ríkir og hvaða þátt eiga Bandaríkjamenn í því?
Ibn Saud (1875-1953) var höfuð Sádi-fjölskyldunnar. Hann stofnaði konungsríkið Sádi-Arabíu 23. september 1932. Þá var endir bundinn á mikla styrjöld sem geisaði hafði milli Ibn Saud og andstæðinga hans í Arabíu. Styrjöldina vann Ibn Saud með með stuðningi frá breska heimsveldinu. Árið 1938 fundust miklar olíuli...
Hver fann upp tómatsósuna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp? Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum? Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketc...
Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar?
Þau stjörnumerki sem við þekkjum í dag eru byggð á hópi 48 grískra persóna sem Kládíus Ptólemaíos frá Alexandríu skráði í rit sitt Almagest um 150 e.Kr. Önnur menningarsamfélög höfðu sín merki eins og Forn-Egyptar og Kínverjar en Egyptar teiknuðu upp óvenjulegri merki á borð við kött og flóðhest svo dæmi séu tekin...
Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?
Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...