Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp tómatsósuna?

Embla Stefánsdóttir, Sigríður Hagalín Pétursdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp?
  • Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum?

Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketchup. Sú fyrri er oft kölluð pastasósa, rauð sósa eða tómatasósa á íslensku. Hún er gjarnan borin fram heit með ýmsum pastaréttum. Sú seinni er kölluð tómatsósa en hún er köld og viðbót við ýmsan mat, svo sem hamborgara, franskar kartöflur, samlokur og pylsur. Í þessu svari verður fjallað um síðarnefndu tegundina.

Talið er að Bandaríkjamenn hafi fyrstir notað tómata sem grunn í tómatsósu.

Í ensku er orðið ketchup bæði notað almennt um ýmsar tegundir af krydduðum, söltum sósum og sérstaklega um verksmiðjuframleiddar tómatsósur sem kallast fullu nafni tomato ketchup en ganga oftast undir heitinu ketchup.

Orðið ketchup kemu upprunalega úr kínverskri amoy-mállýsku. Þar var orðið kêtsiap notað um gerjaða fiskisósu. Kínverjar sóttu orðið líklega til malasíska orðsins kechap sem nú er ritað kecap og merkir sojasósa. Hollenskir kaupmenn kynntu orðið og sósuna fyrir öðrum Vesturlandabúum. Í Bretlandi gerðu menn ketchup með sveppum og þess háttar sósa kemur fyrir í matreiðslubókum á Englandi og í Bandaríkjunum á 18. öld. Það var svo ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að tómatar voru orðnir aðaluppistaðan í tómatsósunni.

Tómatsósa er borin fram köld og er vinsæl viðbót við ýmsan mat, svo sem hamborgara, franskar, samlokur og pylsur.

Talið er að Bandaríkjamenn hafi fyrstir notað tómata sem grunn í þess háttar sósu. Líkleg ástæða fyrir því er að tómatar finnast náttúrulega í Norður-Ameríku. Evrópubúar voru margir hikandi við að nota tómata í matseld þar sem þeir töldu þá eitraða. Fyrsta tómatsósuuppskriftin eða ketchup sem innihélt tómata er eignuð James Mease. Hann bætti tómötum, eða ástareplum eins og hann kallaði þá, út í ketchup árið 1812. Sósan varð fljótt vinsæl í Bandaríkjunum og árið 1837 fór maður að nafni Jonas Yerkes að selja og framleiða sams konar sósu.

Árið 1876 var komið að Henry J. Heinz að framleiða Heinz-tómatsósuna sem síðar átti eftir að verða þekktasta og útbreiddasta tómatsósa veraldar. Heinz notaði orðið ketchup í stað catsup sem þá var mikið notað. Í sósu Heinz eru tómatar, maíssíróp, edik, salt, laukduft og ýmis krydd og bragðefni.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.6.2016

Síðast uppfært

19.6.2024

Spyrjandi

Helga Ingvarsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Sigurlaug Jóhannesdóttir

Tilvísun

Embla Stefánsdóttir, Sigríður Hagalín Pétursdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp tómatsósuna?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22250.

Embla Stefánsdóttir, Sigríður Hagalín Pétursdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. (2016, 20. júní). Hver fann upp tómatsósuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22250

Embla Stefánsdóttir, Sigríður Hagalín Pétursdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp tómatsósuna?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp tómatsósuna?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp?
  • Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum?

Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketchup. Sú fyrri er oft kölluð pastasósa, rauð sósa eða tómatasósa á íslensku. Hún er gjarnan borin fram heit með ýmsum pastaréttum. Sú seinni er kölluð tómatsósa en hún er köld og viðbót við ýmsan mat, svo sem hamborgara, franskar kartöflur, samlokur og pylsur. Í þessu svari verður fjallað um síðarnefndu tegundina.

Talið er að Bandaríkjamenn hafi fyrstir notað tómata sem grunn í tómatsósu.

Í ensku er orðið ketchup bæði notað almennt um ýmsar tegundir af krydduðum, söltum sósum og sérstaklega um verksmiðjuframleiddar tómatsósur sem kallast fullu nafni tomato ketchup en ganga oftast undir heitinu ketchup.

Orðið ketchup kemu upprunalega úr kínverskri amoy-mállýsku. Þar var orðið kêtsiap notað um gerjaða fiskisósu. Kínverjar sóttu orðið líklega til malasíska orðsins kechap sem nú er ritað kecap og merkir sojasósa. Hollenskir kaupmenn kynntu orðið og sósuna fyrir öðrum Vesturlandabúum. Í Bretlandi gerðu menn ketchup með sveppum og þess háttar sósa kemur fyrir í matreiðslubókum á Englandi og í Bandaríkjunum á 18. öld. Það var svo ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að tómatar voru orðnir aðaluppistaðan í tómatsósunni.

Tómatsósa er borin fram köld og er vinsæl viðbót við ýmsan mat, svo sem hamborgara, franskar, samlokur og pylsur.

Talið er að Bandaríkjamenn hafi fyrstir notað tómata sem grunn í þess háttar sósu. Líkleg ástæða fyrir því er að tómatar finnast náttúrulega í Norður-Ameríku. Evrópubúar voru margir hikandi við að nota tómata í matseld þar sem þeir töldu þá eitraða. Fyrsta tómatsósuuppskriftin eða ketchup sem innihélt tómata er eignuð James Mease. Hann bætti tómötum, eða ástareplum eins og hann kallaði þá, út í ketchup árið 1812. Sósan varð fljótt vinsæl í Bandaríkjunum og árið 1837 fór maður að nafni Jonas Yerkes að selja og framleiða sams konar sósu.

Árið 1876 var komið að Henry J. Heinz að framleiða Heinz-tómatsósuna sem síðar átti eftir að verða þekktasta og útbreiddasta tómatsósa veraldar. Heinz notaði orðið ketchup í stað catsup sem þá var mikið notað. Í sósu Heinz eru tómatar, maíssíróp, edik, salt, laukduft og ýmis krydd og bragðefni.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...