Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2967 svör fundust
Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?
Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...
Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?
Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónar...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknis...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?
Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...
Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?
Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi b...
Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?
Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minn...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?
Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?
Andri Steinþór Björnsson er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð. Jafnframt hefur Andri tekið þátt í langtímarannsóknum á ferli kvíðaraskana. Þær geðraskanir sem Andri hefur ...
Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?
Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði. Í félagslegri- og menningarma...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...
Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?
Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...