Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 319 svör fundust
Hvaðan er íshokkí upprunnið?
Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...
Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?
Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...
Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?
Fyrst skal bent á yfirgripsmikla samantekt um tengsl beinna og óbeinna reykinga og lungnakrabbameins í riti Alþjóðlegu rannsóknarstofnunarinnar í krabbameinsfræðum (IARC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2004. Þar kemur fram að enginn vafi leikur lengur á því að óbeinar reykingar valda raunv...
Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?
Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901. Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára ...
Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?
Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...
Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?
Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...
Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?
Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra? ...
Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?Í hvaða heimsálfu er Kína? Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsá...
Hver er munurinn á argoni og neoni?
Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...
Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?
Þegar fjallað er um helförina og þá sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista koma gyðingar eðlilega fyrst upp í hugann. Þeir voru langfjölmennasti hópur þeirra sem enduðu líf sitt í búðunum og hafa fengið mesta athygli og umfjöllun. En það voru fleiri hópar sem voru ofsóttir af nasistum og fluttir í útrýmingarbúði...
Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?
Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...
Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?
Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör ein...
Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...
Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi? Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)? Söfn og forngripir á netinu Á netinu er að finna gríðarlegt...