Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1816 svör fundust
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?
Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll he...
Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...
Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?
Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...
Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...
Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?
Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári. Við bruggun l...
Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?
Árið 1492 fór Kristófer Kólumbus í fyrstu ferð sína til Ameríku. Sú ferð var upphafið af skiptingu heimsins í hinn gamla heim og hinn nýja. Síðla árs 1492 notaði Peter Martyr d'Anghiera hugtakið nýi heimur fyrst, svo að talið er, í bréfi þar sem hann fjallaði um afrek Kólumbusar. Þrátt fyrir að norrænum mönnum ...
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Hvenær verðum við eldri borgarar?
Upprunalega spurningin var: Hvert er viðmiðið við að teljast eldri borgari? „Eldri borgari“ er í sjálfu sér teygjanlegt hugtak. Almennt er litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur þ...
Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...
Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?
Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með. Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvæ...
Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?
Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...
Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?
Orðasambandið aflands ríki er ekki gamalt í málinu. Fyrri hluti þess er þýðing á enska orðinu offshore en ein merking þess er ‘vörur eða fjármunir sem varðveittir eru í öðru landi’. Íslenska orðið aflands þýðir orðrétt ‘af landi’, það er frá landi til sjávar og er fyrst og fremst notað um veðurfar, til dæmis aflan...
Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?
Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...