Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 976 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?
Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...
Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...
Hvað geta krókódílar orðið gamlir?
Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu teg...
Úr hverju er vatn?
Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...
Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?
Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...
Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund? Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eit...
Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...
Mega þroskaheftir kjósa?
Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði: 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ár...
Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?
Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður...
Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?
Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Ef þyrluspaði næði 50 km í hvora átt og ljóshraða væri náð 25 km frá miðju, hvað væri þá að gerast á endunum á spaðanum?
Ef þyrluspaði gæti snúist eins og spyrjandi lýsir þá mundu endarnir fara með tvöföldum ljóshraða. Þetta er eitt af því sem okkur finnst auðvelt að gera sér í hugarlund en raunverulegur þyrluspaði getur ekki snúist á þennan hátt. Til að koma honum á slíkan snúning þyrfti óendanlega mikla orku og slík orka er ekk...
Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?
Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum. Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsd...
Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?
Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja ...
Hvað geta hvalir orðið gamlir?
Hvalir eru síður en svo einsleitur hópur sjávarspendýra. Alls eru þekktar rúmlega 80 tegundir hvala og geta stærstu steypireyðar náð allt upp í 30 metra á lengd og vegið yfir 150 tonn en minnstu fljótahöfrungar verða vart lengri en 120 cm á lengd. Smæstu höfrungar ná venjulega ekki eins háum aldri og risarnir....