Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2207 svör fundust

category-iconLögfræði

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning? Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni. Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er hornskeifa?

Skeifa er íbjúgt járn, sett undir hófa á hestum til að hlífa þeim. Sögnin að járna er höfð um það þegar skeifurnar eru negldar á hófana. Hornskeifa er hins vegar gerð úr horni dýrs, til að mynda hrútshorni. Fyrr á tíð þekktist það hjá fátækum bændum, eða þegar skortur var á járni, að beygja stór hrútshorn og ne...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?

Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig byrjaði alnæmi?

Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finns...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconFornleifafræði

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi? Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)? Söfn og forngripir á netinu Á netinu er að finna gríðarlegt...

category-iconSálfræði

Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?

Erik H. Erikson fæddist árið 1902 og dó rúmlega níræður árið 1994. Hann setti fram kenningu um þroska fólks frá vöggu til grafar. Samkvæmt kenningu hans þarf fólk að takast á við ákveðin verkefni á hverju þroskaskeiði. Því betur sem það leysir verkefnin þeim mun betur gengur á næsta þroskaskeiði á eftir. Á hverju ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi? Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu...

category-iconSálfræði

Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er í brunablöðrum á húðinni?

Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru. Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og get...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...

category-iconNæringarfræði

Er mjólk krabbameinsvaldandi? Á það sérstaklega við um tiltekin efni í mjólk?

Fyrst er rétt að gefa stutt svar við spurningunni: Það er aldrei einn orsakavaldur í krabbameinsmyndun, alltaf er um samspil margra þátta að ræða. Venja er að tala um tvo aðalþætti; umhverfi og erfðir. Mataræði telst til umhverfisþáttarins. Til þess að svara þessum spurningum er hér stuðst við skýrslu frá Alþj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?

Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...

Fleiri niðurstöður