Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi?

Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar þrjár og Greifinn af Monte Cristo.

Flestar skáldsagna höfundarins eru svokallaðar sögulegar skáldsögur, en þá er sagan kyrfilega staðsett á einhverjum ákveðnum tíma í fortíðinni. Dumas skrifaði bækur sem gerast í samtíma Sesars og Karlamagnúsar svo dæmi séu tekin. Flestar sögurnar fjalla þó um tímabilið frá veldi Lúðvíks fimmtánda og fram að byltingu, það er að segja frá 1715-1789. Hann notaði sagnfræðina óspart þótt hann væri ekki sagnfræðilega sinnaður sjálfur og sagðist raunar líta á söguna sem nagla sem hann hengdi skáldsögur sínar á.

Í æsku hreifst Alexandre Dumas mjög af skrifum Shakespeares (1564-1616), Schillers (1759-1805) og Walter Scotts (1771-1832), og reyndi höfundurinn ungi því fyrst fyrir sér með leikritaskrifum. Leikritin voru sýnd í París á þriðja og fjórða áratug 19. aldar og nutu mikilla vinsælda. Varð það til þess að Dumas kaus að gera skáldsagnaritun að ævistarfi.

Dumas var snjall maður og nýtti sér möguleika sína á rithöfundasviðinu til hins ýtrasta, til dæmis með því að endurskrifa fyrri leikrit sín og búa til úr þeim framhaldsögur sem voru birtar í tímaritum. Hann hafði auk þess fjölda fólks á sínum snærum við skriftir og hugmyndavinnu og því er kannski ómögulegt að segja hversu margar bækur hann skrifaði í raun sjálfur. Útgáfan var mun lausari í reipunum í þá daga en nú er. Bækur komu út í mörgum bindum eða köflum í tímaritum og það er því eflaust mismunandi hvernig bækur Alexandre Dumas eru taldar. Þar sem Dumas hafði svo mikið af leigupennum á sínum snærum veit maður heldur ekki hvað hann skrifaði sjálfur og hvað pennar hans skrifuðu.

Skytturnar þrjár komu fyrst út í tímariti árið 1844 og varð sagan strax feykivinsæl. Segir þar frá hinum unga D’Artagnan og draumum hans um að verða skytta við hirð konungs. Hann kynnist skyttunum þremur og saman lenda kapparnir í ýmsum ævintýrum; berjast gegn hinu illa en verða einnig fyrir skakkaföllum sem sýna persónurnar í spaugilegu ljósi. Dumas skrifaði tvær framhaldssögur af Skyttunum þremur. Heitir sú fyrri Tuttugu árum síðar (f. Vingt ans après) og kom út árið 1845. Sú síðari heitir Le Vicomte de Bragelonne ou Dix ans plus tard en í henni birtist meðal annars sagan af manninum með járngrímuna.

Skytturnar þrjár hafa komið út í mörgum mismunandi útgáfum í gegnum tíðina. Þannig má finna teiknimyndasögur um garpana, barnabækur þar sem söguþráðurinn hefur verið einfaldaður og ótal margar kvikmyndir. Sagan hentar vel á hvíta tjaldið, hún er spennandi og atburðarásin er hröð og skemmtileg.



Hér sjást Charlie Sheen, Chris O'Donnell, Oliver Platt og Kiefer Sutherland í hlutverkum sínum sem skytturnar í kvikmynd frá árinu 1993. Myndin var byggð á sögu Alexandre Dumas.
© The Walt Disney Company - All Rights Reserved

Greifinn af Monte Cristo er ein af þeim sögum Dumas sem ekki fjalla um frönsku konungsfjölskylduna. Í verkinu segir frá hinum unga sjómanni Dantès sem lífið virðist blasa við. Hann nýtur velgengni í flotanum og er um það bil að fara að giftast unnustu sinni. Besti vinur hans verður afbrýðissamur út í velgengni Dantès og lýgur upp á hann sökum svo Dantès er sendur í fangelsi á eyju langt undan landi. Í fangelsinu kynntist hann presti sem á banabeði sínu vísar Dantès á mikinn fjársjóð. Dantès tekst að stinga af eftir margra ára vist og finnur fjársjóðinn. Hann fer til Frakklands til þess að hefna sín á vini sínum og kallar sig nú greifann af Monte Cristo sem er einmitt nafnið á fangaeyjunni.

Líkt og Skytturnar þrjár hefur Greifinn af Monte Cristo komið út í mörgum útgáfum og leikstjórar í Hollywood og víðar ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að því að færa þessa spennandi sögu í nýjan búning.

Alexandre Dumas skrifaði þó ekki aðeins skáldsögur. Eftir hann liggja einnig æviminningar, ferðabækur og matreiðslubækur. Dumas lifði ævintýralegu lífi og lifði hátt. Hann fékk vel greitt fyrir sögur sínar en eyddi fénu jafnharðan í ljúfa lífið og var auk þess örlátur á peninga og þótti höfðingi heim að sækja. Hann byggði sér stóra höll sem hann kallaði Château de Monte-Cristo, og bjó þar svo lengi sem hann hafði efni á því.

Alexandre Dumas var heldur ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum og sagt er að hann hafi eignast fjöldann allan af börnum í lausaleik. Þremur barnanna gekkst hann við, þeirra á meðal er alnafni hans. Sonurinn var kallaður Alexandre Dumas fils (sonur) til aðgreiningar frá Alexandre Dumas père (faðir). Sá gerðist einnig rithöfundur og er meðal annars þekktur fyrir að hafa skrifað Kamelíufrúna.

Lista yfir sögulegar skáldsögur Alexandre Dumas má finna á Dumaspere.com

Lista yfir kvikmyndaaðlaganir á verkum Alexandre Dumas má finna hér: Internet Movie Database

Heimildir: Wikipedia: Alexandre Dumas

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

7.3.2007

Spyrjandi

Brynja Ólafsdóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6522.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 7. mars). Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6522

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6522>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi?

Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar þrjár og Greifinn af Monte Cristo.

Flestar skáldsagna höfundarins eru svokallaðar sögulegar skáldsögur, en þá er sagan kyrfilega staðsett á einhverjum ákveðnum tíma í fortíðinni. Dumas skrifaði bækur sem gerast í samtíma Sesars og Karlamagnúsar svo dæmi séu tekin. Flestar sögurnar fjalla þó um tímabilið frá veldi Lúðvíks fimmtánda og fram að byltingu, það er að segja frá 1715-1789. Hann notaði sagnfræðina óspart þótt hann væri ekki sagnfræðilega sinnaður sjálfur og sagðist raunar líta á söguna sem nagla sem hann hengdi skáldsögur sínar á.

Í æsku hreifst Alexandre Dumas mjög af skrifum Shakespeares (1564-1616), Schillers (1759-1805) og Walter Scotts (1771-1832), og reyndi höfundurinn ungi því fyrst fyrir sér með leikritaskrifum. Leikritin voru sýnd í París á þriðja og fjórða áratug 19. aldar og nutu mikilla vinsælda. Varð það til þess að Dumas kaus að gera skáldsagnaritun að ævistarfi.

Dumas var snjall maður og nýtti sér möguleika sína á rithöfundasviðinu til hins ýtrasta, til dæmis með því að endurskrifa fyrri leikrit sín og búa til úr þeim framhaldsögur sem voru birtar í tímaritum. Hann hafði auk þess fjölda fólks á sínum snærum við skriftir og hugmyndavinnu og því er kannski ómögulegt að segja hversu margar bækur hann skrifaði í raun sjálfur. Útgáfan var mun lausari í reipunum í þá daga en nú er. Bækur komu út í mörgum bindum eða köflum í tímaritum og það er því eflaust mismunandi hvernig bækur Alexandre Dumas eru taldar. Þar sem Dumas hafði svo mikið af leigupennum á sínum snærum veit maður heldur ekki hvað hann skrifaði sjálfur og hvað pennar hans skrifuðu.

Skytturnar þrjár komu fyrst út í tímariti árið 1844 og varð sagan strax feykivinsæl. Segir þar frá hinum unga D’Artagnan og draumum hans um að verða skytta við hirð konungs. Hann kynnist skyttunum þremur og saman lenda kapparnir í ýmsum ævintýrum; berjast gegn hinu illa en verða einnig fyrir skakkaföllum sem sýna persónurnar í spaugilegu ljósi. Dumas skrifaði tvær framhaldssögur af Skyttunum þremur. Heitir sú fyrri Tuttugu árum síðar (f. Vingt ans après) og kom út árið 1845. Sú síðari heitir Le Vicomte de Bragelonne ou Dix ans plus tard en í henni birtist meðal annars sagan af manninum með járngrímuna.

Skytturnar þrjár hafa komið út í mörgum mismunandi útgáfum í gegnum tíðina. Þannig má finna teiknimyndasögur um garpana, barnabækur þar sem söguþráðurinn hefur verið einfaldaður og ótal margar kvikmyndir. Sagan hentar vel á hvíta tjaldið, hún er spennandi og atburðarásin er hröð og skemmtileg.



Hér sjást Charlie Sheen, Chris O'Donnell, Oliver Platt og Kiefer Sutherland í hlutverkum sínum sem skytturnar í kvikmynd frá árinu 1993. Myndin var byggð á sögu Alexandre Dumas.
© The Walt Disney Company - All Rights Reserved

Greifinn af Monte Cristo er ein af þeim sögum Dumas sem ekki fjalla um frönsku konungsfjölskylduna. Í verkinu segir frá hinum unga sjómanni Dantès sem lífið virðist blasa við. Hann nýtur velgengni í flotanum og er um það bil að fara að giftast unnustu sinni. Besti vinur hans verður afbrýðissamur út í velgengni Dantès og lýgur upp á hann sökum svo Dantès er sendur í fangelsi á eyju langt undan landi. Í fangelsinu kynntist hann presti sem á banabeði sínu vísar Dantès á mikinn fjársjóð. Dantès tekst að stinga af eftir margra ára vist og finnur fjársjóðinn. Hann fer til Frakklands til þess að hefna sín á vini sínum og kallar sig nú greifann af Monte Cristo sem er einmitt nafnið á fangaeyjunni.

Líkt og Skytturnar þrjár hefur Greifinn af Monte Cristo komið út í mörgum útgáfum og leikstjórar í Hollywood og víðar ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að því að færa þessa spennandi sögu í nýjan búning.

Alexandre Dumas skrifaði þó ekki aðeins skáldsögur. Eftir hann liggja einnig æviminningar, ferðabækur og matreiðslubækur. Dumas lifði ævintýralegu lífi og lifði hátt. Hann fékk vel greitt fyrir sögur sínar en eyddi fénu jafnharðan í ljúfa lífið og var auk þess örlátur á peninga og þótti höfðingi heim að sækja. Hann byggði sér stóra höll sem hann kallaði Château de Monte-Cristo, og bjó þar svo lengi sem hann hafði efni á því.

Alexandre Dumas var heldur ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum og sagt er að hann hafi eignast fjöldann allan af börnum í lausaleik. Þremur barnanna gekkst hann við, þeirra á meðal er alnafni hans. Sonurinn var kallaður Alexandre Dumas fils (sonur) til aðgreiningar frá Alexandre Dumas père (faðir). Sá gerðist einnig rithöfundur og er meðal annars þekktur fyrir að hafa skrifað Kamelíufrúna.

Lista yfir sögulegar skáldsögur Alexandre Dumas má finna á Dumaspere.com

Lista yfir kvikmyndaaðlaganir á verkum Alexandre Dumas má finna hér: Internet Movie Database

Heimildir: Wikipedia: Alexandre Dumas

...