Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hornskeifa?

JGÞ

Skeifa er íbjúgt járn, sett undir hófa á hestum til að hlífa þeim. Sögnin að járna er höfð um það þegar skeifurnar eru negldar á hófana.

Hornskeifa er hins vegar gerð úr horni dýrs, til að mynda hrútshorni. Fyrr á tíð þekktist það hjá fátækum bændum, eða þegar skortur var á járni, að beygja stór hrútshorn og negla undir hófa í stað hinna hefðbundnu skeifa.

Hornskeifur voru aðallega gerðar úr hrútshorni og negldar undir hófa hesta í stað hefðbundinna skeifa úr járni.

Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar segir frá því að hægt hafi verið að þekkja útilegumenn sem komu í kaupstað á því að hestar þeirra hafi verið járnaðir með hornskeifum. Svona er því lýst í sögunni Þorsteinn á Pund og Gestur:

Fyrir tólf eða fjórtán árum kom maður einn í Reykjavík til kaupmanns sem nú er dáinn, og nefndi sig "Þorsteinn á Pund". Hann vildi enga aðra vöru en salt og korn og engin kaup eiga við kaupmanninn nema á náttarþeli. Þegar menn fóru að skoða hesta hans kom það upp að þeir voru járnaðir með hornskeifum. Þóttust menn þá ganga úr skugga um að þetta væri útilegumaður.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.8.2022

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er hornskeifa?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2022, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83930.

JGÞ. (2022, 17. ágúst). Hvað er hornskeifa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83930

JGÞ. „Hvað er hornskeifa?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2022. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83930>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hornskeifa?
Skeifa er íbjúgt járn, sett undir hófa á hestum til að hlífa þeim. Sögnin að járna er höfð um það þegar skeifurnar eru negldar á hófana.

Hornskeifa er hins vegar gerð úr horni dýrs, til að mynda hrútshorni. Fyrr á tíð þekktist það hjá fátækum bændum, eða þegar skortur var á járni, að beygja stór hrútshorn og negla undir hófa í stað hinna hefðbundnu skeifa.

Hornskeifur voru aðallega gerðar úr hrútshorni og negldar undir hófa hesta í stað hefðbundinna skeifa úr járni.

Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar segir frá því að hægt hafi verið að þekkja útilegumenn sem komu í kaupstað á því að hestar þeirra hafi verið járnaðir með hornskeifum. Svona er því lýst í sögunni Þorsteinn á Pund og Gestur:

Fyrir tólf eða fjórtán árum kom maður einn í Reykjavík til kaupmanns sem nú er dáinn, og nefndi sig "Þorsteinn á Pund". Hann vildi enga aðra vöru en salt og korn og engin kaup eiga við kaupmanninn nema á náttarþeli. Þegar menn fóru að skoða hesta hans kom það upp að þeir voru járnaðir með hornskeifum. Þóttust menn þá ganga úr skugga um að þetta væri útilegumaður.

Heimildir:

Mynd:...