Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 192 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Aristóteles?

Aristóteles (384–322 f.Kr) var einn mesti heimspekingur og vísindamaður fornaldar. Hann var vel að sér í öllum greinum heimspekinnar, en auk þess var hann einn fremsti náttúruvísindamaður síns tíma, afkastamikill höfundur og, að því er sagan segir, framúrskarandi rithöfundur. Cíceró sagði að orð Aristótelesar stre...

category-iconEfnafræði

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

category-iconHeimspeki

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

category-iconHeimspeki

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

category-iconHeimspeki

Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáf...

category-iconHeimspeki

Er sálin til?

Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?

Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?

Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er skammtafræði?

Skammtafræði er stærðfræðileg lýsing á hegðun smæstu hluta sem við þekkjum. Þetta eru hlutir eins og rafeindir, frumeindir eða jafnvel hinir örsmáu kvarkar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda. Þessar agnir eru grundvallareiningar í byggingu nær alls efnis í hinum þekkta heimi og marga af eiginleik...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

Fleiri niðurstöður