Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 662 svör fundust
Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?
Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901. Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára ...
Er hægt að temja ljón?
Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...
Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?
Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (sem líka getur verið gylltur) er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu. Litur h...
Hvar á landinu er Helgafell?
Ein sjö Helgafell eru til í landinu:Suðaustur af Hafnarfirði, klettótt og bratt á flesta vegu. Í Mosfellssveit, fjall og bær. Á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan. Einnig samnefndur kirkjustaður. Hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar. Fell í Strandasýslu vestan...
Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?
Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til ...
Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?
Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast hagtölur af ýmsu tagi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru gestir kvikmyndahúsa árið 2001 alls: 1.507.609. Sýningarárið 2000-2001 sóttu 276.155 manns sýningar atvinnuleikhúsanna og 27.346 sáu sýningar áhugaleikhúsa. Aðsókn að kvikmyndahúsum á Íslandi er þess vegna um fi...
Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?
Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...
Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?
Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...
Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?
Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...
Hvernig haga breimandi læður sér?
Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið sv...
Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?
Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr. Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jaf...
Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?
Í tóbaksreyk eru yfir sjö þúsund mismundandi efnasambönd, bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni. Gera þarf greinamun á:efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnarefnum sem bætt er í tóbak við vinnsluefnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við br...
Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?
Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð. Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-...
Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?
Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...
Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?
Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...