Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 401 svör fundust
Hvað eru ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Af hverju er fólk hrætt við köngulær?
Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum? Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...
Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?
Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...
Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?
Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...
Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?
Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...
Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?
Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...
Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?
Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...
Hvað er grue í tölvuleikjum?
Orðið grue er ensk sögn sem þýðir „að skjálfa“. Sögnin er nokkuð gömul, en hún barst inn í ensku úr skandinavískum málum á 13. öld. Í dag er sögnin lítið notuð, en orðið lifir meðal annars í lýsingarorðinu gruesome, sem þýðir „hryllilegur“ á íslensku. Sem nafnorð hefur grue gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu ár...
Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...
Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?
Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...
Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...
Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?
Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...
Eru sýklar í rigningu?
Örverur er notað sem safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum, meðal annars bakteríur. Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi en aðeins örlítið brot allra baktería eru sýklar. Bakteríur finnast alls staðar á jörðinni, þar með talið á jöklum og í funheitum hverum. Þær finnast ein...
Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?
Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeind...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?
Páll Jakobsson er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snúa að svokölluðum gammablossum, en þeir eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi, tengdar þyngdarhruni massamestu stjarnanna og eru blossarnir sýnilegir úr órafjarlægð. Ein...