Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er grue í tölvuleikjum?

Gunnar Þór Magnússon

Orðið grue er ensk sögn sem þýðir „að skjálfa“. Sögnin er nokkuð gömul, en hún barst inn í ensku úr skandinavískum málum á 13. öld. Í dag er sögnin lítið notuð, en orðið lifir meðal annars í lýsingarorðinu gruesome, sem þýðir „hryllilegur“ á íslensku. Sem nafnorð hefur grue gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu áratugum hjá áhugamönnum um tölvur, því það er nafn á ljósfælnum skrímslum í tölvuleikjaseríunni Zork.

Fyrsti Zork-leikurinn kom út árið 1980, áður en grafísk viðmót ruddu sér til rúms, og var spilaður með því að lesa lýsingar af skjá og gefa textaskipanir um næsta leik. Zork var ævintýraleikur þar sem leikmenn ráfuðu um í dýflissu, söfnuðu fjársjóðum, og reyndu að komast aftur út lifandi. Leikurinn vakti athygli fyrir góða sögumennsku og hversu vel honum tókst að skilja textaskipanir leikmanna, en þær mátti slá inn sem einfaldar setningar á ensku.

Leikmaður hittir, fær upplýsingar um, og er étinn af grue.

Ævintýraleikir á borð við Zork voru vinsælir á sínum tíma. Þeir snerust oft um að rannsaka hina og þessa illa lýsta ranghala, og beittu ýmsum aðferðum til að neyða leikmenn til að leita að kyndlum og öðrum ljósgjöfum áður en þeir hættu sér á myrkari svæði. Ein þessara aðferða var að koma botnlausum pyttum fyrir þar sem leikmenn sáu þá ekki, svo ef þeir reyndu að þreifa sig áfram duttu þeir niður og dóu. Þar sem Zork gerðist ekki aðeins í dýflissu ráku hönnuðir hans sig á að botnlausu pyttirnir voru oft ekki í samhengi við umhverfi sitt; leikmaður gat átt það til að detta í slíkan pytt á háalofti í húsi, án þess að nokkuð annað í húsinu, eins og göt í loftinu á hæðinni fyrir neðan, gæfi til kynna að pytturinn væri á sínum stað.

Til að bregðast við þessu datt hönnuðunum í hug að bæta skrímslum við í leikinn, og þau voru kölluð grue eftir verum úr lítt þekktum skáldsögum eftir bandaríska höfundinn John Holbrook Vance (f. 1916), sem gaf út flestar sínar bækur sem Jack Vance. Þessi skrímsli voru hryllileg martraðakvikindi sem höfðu þó þann Akkillesarhæl að vera ljósfælin. Ef leikmaður reyndi að þreifa sig áfram um illa lýst svæði voru miklar líkur á að enda í kjaftinum á einu þessara skrímsla, en ef hann var hins vegar með einhvers konar ljósgjafa með sér gat hann sloppið óhultur í gegn.

Vegna vinsælda Zork á sínum tíma eiga leikurinn og grue-skrímslin vísan stað í hjörtum margra tölvuáhugamanna af eldri kynslóðinni. Þau koma fyrir í ýmsum einkabröndurum og tilvísunum á borð við viðvörunina sem birtist þegar leikmenn reyna að ráfa um í myrkri: „Það er niðamyrkur. Líklegt er að þú verðir étinn af grue.“ Yngri áhugamenn um tölvuleiki geta þó líka fengið að ráfa um dýflissur og forðast skrímsli sem búa í myrkrinu. Vegna aldurs eru fyrstu Zork-leikirnir gefnir þeim sem vilja gegnum Netið, og vegna þess að þeir voru hannaðir fyrir talsvert aflminni vélar en eru algengar í dag hefur áhugamönnum tekist að búa til útgáfur af leikjunum sem má spila á ýmsum tegundum farsíma.

Heimildir, myndir og ítarefni:

  • Spilið Zork á Netinu.
  • Grue í enskri orðabók á Netinu.
  • Grein um grue á Wikipedia.
  • Myndin var tekin af starfsmanni Vísindavefsins við rannsóknir.

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

23.2.2012

Spyrjandi

Kolmar Halldórsson, f. 1997

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað er grue í tölvuleikjum?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48587.

Gunnar Þór Magnússon. (2012, 23. febrúar). Hvað er grue í tölvuleikjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48587

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað er grue í tölvuleikjum?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48587>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er grue í tölvuleikjum?
Orðið grue er ensk sögn sem þýðir „að skjálfa“. Sögnin er nokkuð gömul, en hún barst inn í ensku úr skandinavískum málum á 13. öld. Í dag er sögnin lítið notuð, en orðið lifir meðal annars í lýsingarorðinu gruesome, sem þýðir „hryllilegur“ á íslensku. Sem nafnorð hefur grue gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu áratugum hjá áhugamönnum um tölvur, því það er nafn á ljósfælnum skrímslum í tölvuleikjaseríunni Zork.

Fyrsti Zork-leikurinn kom út árið 1980, áður en grafísk viðmót ruddu sér til rúms, og var spilaður með því að lesa lýsingar af skjá og gefa textaskipanir um næsta leik. Zork var ævintýraleikur þar sem leikmenn ráfuðu um í dýflissu, söfnuðu fjársjóðum, og reyndu að komast aftur út lifandi. Leikurinn vakti athygli fyrir góða sögumennsku og hversu vel honum tókst að skilja textaskipanir leikmanna, en þær mátti slá inn sem einfaldar setningar á ensku.

Leikmaður hittir, fær upplýsingar um, og er étinn af grue.

Ævintýraleikir á borð við Zork voru vinsælir á sínum tíma. Þeir snerust oft um að rannsaka hina og þessa illa lýsta ranghala, og beittu ýmsum aðferðum til að neyða leikmenn til að leita að kyndlum og öðrum ljósgjöfum áður en þeir hættu sér á myrkari svæði. Ein þessara aðferða var að koma botnlausum pyttum fyrir þar sem leikmenn sáu þá ekki, svo ef þeir reyndu að þreifa sig áfram duttu þeir niður og dóu. Þar sem Zork gerðist ekki aðeins í dýflissu ráku hönnuðir hans sig á að botnlausu pyttirnir voru oft ekki í samhengi við umhverfi sitt; leikmaður gat átt það til að detta í slíkan pytt á háalofti í húsi, án þess að nokkuð annað í húsinu, eins og göt í loftinu á hæðinni fyrir neðan, gæfi til kynna að pytturinn væri á sínum stað.

Til að bregðast við þessu datt hönnuðunum í hug að bæta skrímslum við í leikinn, og þau voru kölluð grue eftir verum úr lítt þekktum skáldsögum eftir bandaríska höfundinn John Holbrook Vance (f. 1916), sem gaf út flestar sínar bækur sem Jack Vance. Þessi skrímsli voru hryllileg martraðakvikindi sem höfðu þó þann Akkillesarhæl að vera ljósfælin. Ef leikmaður reyndi að þreifa sig áfram um illa lýst svæði voru miklar líkur á að enda í kjaftinum á einu þessara skrímsla, en ef hann var hins vegar með einhvers konar ljósgjafa með sér gat hann sloppið óhultur í gegn.

Vegna vinsælda Zork á sínum tíma eiga leikurinn og grue-skrímslin vísan stað í hjörtum margra tölvuáhugamanna af eldri kynslóðinni. Þau koma fyrir í ýmsum einkabröndurum og tilvísunum á borð við viðvörunina sem birtist þegar leikmenn reyna að ráfa um í myrkri: „Það er niðamyrkur. Líklegt er að þú verðir étinn af grue.“ Yngri áhugamenn um tölvuleiki geta þó líka fengið að ráfa um dýflissur og forðast skrímsli sem búa í myrkrinu. Vegna aldurs eru fyrstu Zork-leikirnir gefnir þeim sem vilja gegnum Netið, og vegna þess að þeir voru hannaðir fyrir talsvert aflminni vélar en eru algengar í dag hefur áhugamönnum tekist að búa til útgáfur af leikjunum sem má spila á ýmsum tegundum farsíma.

Heimildir, myndir og ítarefni:

  • Spilið Zork á Netinu.
  • Grue í enskri orðabók á Netinu.
  • Grein um grue á Wikipedia.
  • Myndin var tekin af starfsmanni Vísindavefsins við rannsóknir.

...