Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1123 svör fundust
Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni. Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ...
Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?
Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...
Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?
Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...
Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?
Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...
Er eitthvert örnefni á höfuðborgarsvæðinu eða vík eða vogur, sem heitir Reykjavík?
Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ ... hann byggði suðr í Rey...
Hver er uppruni og merking páskaeggsins?
Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...
Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?
Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...
Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?
Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...
Hver er uppruni og merking orðasambandsins að vera með böggum hildar?
Orðasambandið að vera með böggum hildar merkir að ‘vera kvíðinn, áhyggjufullur’, til dæmis „Jón var með böggum hildar í nokkra daga áður en hann fór í bílprófið.“ Elstu dæmi um það í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru frá upphafi 19. aldar úr riti Guðmundar Jónssonar, Safn af íslenzkum orðskviðum (1830). Þetta er ...
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...
Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...
Af hverju skiptist Kórea í Norður- og Suður-Kóreu?
Uppskipting Kóreu í norður- og suðurhluta átti sér býsna langan aðdraganda. Allt frá 7. öld hafði Kórea verið óskipt konungsríki í nánu sambandi við kínverska keisaraveldið sem ljáði því djúptæk menningarleg og pólitísk áhrif, þó án þess að sambandið hafi skert sjálfstæði Kóreu. Segja má að Kórea hafi notið vernda...