Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1526 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?

Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?

Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...

category-iconBókmenntir og listir

Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?

Vísan sem hefst á orðunum "það á að strýkja strákaling" er úr gömlu þjóðkvæði sem venjulega var sungið við íslenskt þjóðlag. Venjan er að syngja að minnsta kosti þrjú erindi og er texti og röð þeirra eftirfarandi:Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eft...

category-iconTrúarbrögð

Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?

Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er sjórinn saltur?

Þetta er í aðalatriðum af því að árnar sem renna í sjóinn flytja með sér salt úr jarðlögunum sem þær renna um. Saltið tekur hins vegar ekki þátt í hringrás vatnsins og fylgir ekki vatninu þegar það gufar upp úr sjónum. Þess vegna safnast saltið fyrir í sjónum smám saman. Um þetta má lesa meira á Vísindavefnum m...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: VII = I?

Garðar hafði klárað skurðarbrettið sitt í smíði á undan hinum krökkunum svo Smári smíðakennari lét hann fá annað verkefni. Smári hafði mjög gaman af stærðfræðiþrautum og vissi að Garðar var lunkinn við að leysa slíkar þrautir. Þrautin sem Garðar fékk var að láta stærðfræðidæmið sem Smári hafði sett upp með skrúfum...

category-iconFöstudagssvar

Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?

Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óski...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?

Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fordómar?

Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...

category-iconHeimspeki

Geta skráðar siðareglur skapað traust?

Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...

category-iconHeimspeki

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

category-iconTrúarbrögð

Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?

Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?

Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 5...

category-iconLandafræði

Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Landfræðilega er Mexíkó hluti Norður-Ameríku, en menningarlega á Mexíkó þó margt sameiginlegt með löndum Suður-Ameríku. Samkvæmt hefð er þurrlendi jarðar skipt í sjö meginlönd eins og lesa má í svari EMB við spurningunni Hvað eru heimsálfurnar margar? og fylgja heimsálfurnar þeirri skiptingu. Í svari við spur...

Fleiri niðurstöður