Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2964 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Jean Monnet Chair í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti. Áhugi Baldurs á stjórnmálum kviknaði við það að hluta á s...
Hvað hefur vísindamaðurinn Gavin Lucas rannsakað?
Gavin Lucas er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann er upprunalega frá Englandi en flutti til Íslands árið 2002, fyrst til að vinna fyrir sjálfstæða rannsóknastofnun í fornleifafræði (Fornleifastofnun Íslands) en flutti sig svo til Háskóla Íslands 2006. Rannsóknaráhugi hans beinist helst að for...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?
Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...
Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?
Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?
Jukka Heinonen er prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa aðallega að sjálfbærni manngerðs umhverfis. Jukka er með doktorsgráðu í fasteignahagfræði frá Aalto-háskóla í Finnlandi og MS-gráðu í félagsvísindum (hagfræði) frá Helsinki-háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...
Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?
Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...
Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?
Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónar...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknis...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?
Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...
Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?
Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi b...
Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?
Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minn...