Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 658 svör fundust
Hvað eru margar fálkategundir til og hvað heita þær?
Það er hefð að nefna alla ránfugla (falconiformes) innan ættkvíslarinnar Falco, sanna fálka og verður þeirri venju haldið hér. Innan þessarar ættkvíslar þekkjast nú sennilega 37 tegundir. Ættkvíslaheitið Falco er komið af latneska orðinu falx sem merkir sigð og vísar til vængja fálkans sem eru sigðlaga. Helstu...
Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað?
Eoin Colfer fæddist í Wexford á suðausturströnd Írlands árið 1965. Strax í barnaskóla fékk hann áhuga á að skrifa og nú er hann einn af þekktari barnabókahöfundum heims. Fyrsta bók hans Benny and Omar kom út árið 1998. Segja má að Colfer hafi öðlast alþjóðlega frægð eftir að fyrsta bókin um Artemis Fowl kom út ...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?
Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað u...
Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?
Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorka...
Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi? Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur ...
Eru margir hestar í íslensku landslagi?
Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...
Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?
Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni...
Hvað hét pabbi Abrahams?
Tara hét faðir Abrahams. Abraham fæddist Abram en var samkvæmt 1. Mósebók nefndur Abraham af Guði er Guð gerir við hann samning:Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða ...
Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...
Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...
Hvað var Ísland lengi að myndast?
Ísland byrjaði að myndast fyrir mörgum milljónum ára og myndun þess er enn í gangi eins og við erum reglulega minnt á með eldgosum sem hér verða. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? segir að allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um 60...
Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...
Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...