Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi?Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur björninn veitt sel við ísinn, aðallega hringanóra (Phoca hispida) eða kampsel (Erignathus barbatus). Hér á landi er yfirleitt ekki lagnaðarís og þar af leiðandi ekki hentuguar aðstæðar fyrir hvítabirni til að veiða seli. Hvítabirnir eru stórar skepnur og þurfa því orkuríka fæðu. Lengi hefur því verið álitið að Ísland liggi rétt fyrir sunnan útbreiðslumörk hvítabjarna og því ætti hann ekki að geta numið þar land miðað við núverandi aðstæður. Sennilega hafa ísbirnir lifað á þessum slóðum á síðasta jökulskeiði. Það má ætla að hvítabirnir gætu lifað á Íslandi í stuttan tíma ef þeir kæmust í eggver eða jafnvel hvalreka en ugglaust gæti stofn hvítabjarna ekki þrifist hér við land vegna skorts á rek- og lagnaðarís. Mynd:
- The polar bear programme. (Sótt 10.7.2018). Birt undir leyfinu Creative Commons 4.0.