Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi?

Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur björninn veitt sel við ísinn, aðallega hringanóra (Phoca hispida) eða kampsel (Erignathus barbatus).

Hér á landi er yfirleitt ekki lagnaðarís og þar af leiðandi ekki hentuguar aðstæðar fyrir hvítabirni til að veiða seli. Hvítabirnir eru stórar skepnur og þurfa því orkuríka fæðu.

Hvítabirnir gætu mögulega lifað hér á landi til skamms tíma kæmust þeir til dæmis í hvalreka.

Lengi hefur því verið álitið að Ísland liggi rétt fyrir sunnan útbreiðslumörk hvítabjarna og því ætti hann ekki að geta numið þar land miðað við núverandi aðstæður. Sennilega hafa ísbirnir lifað á þessum slóðum á síðasta jökulskeiði.

Það má ætla að hvítabirnir gætu lifað á Íslandi í stuttan tíma ef þeir kæmust í eggver eða jafnvel hvalreka en ugglaust gæti stofn hvítabjarna ekki þrifist hér við land vegna skorts á rek- og lagnaðarís.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.7.2018

Síðast uppfært

7.1.2019

Spyrjandi

Ómar Ben-Amara

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76037.

Jón Már Halldórsson. (2018, 10. júlí). Gætu ísbirnir lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76037

Jón Már Halldórsson. „Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi?

Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur björninn veitt sel við ísinn, aðallega hringanóra (Phoca hispida) eða kampsel (Erignathus barbatus).

Hér á landi er yfirleitt ekki lagnaðarís og þar af leiðandi ekki hentuguar aðstæðar fyrir hvítabirni til að veiða seli. Hvítabirnir eru stórar skepnur og þurfa því orkuríka fæðu.

Hvítabirnir gætu mögulega lifað hér á landi til skamms tíma kæmust þeir til dæmis í hvalreka.

Lengi hefur því verið álitið að Ísland liggi rétt fyrir sunnan útbreiðslumörk hvítabjarna og því ætti hann ekki að geta numið þar land miðað við núverandi aðstæður. Sennilega hafa ísbirnir lifað á þessum slóðum á síðasta jökulskeiði.

Það má ætla að hvítabirnir gætu lifað á Íslandi í stuttan tíma ef þeir kæmust í eggver eða jafnvel hvalreka en ugglaust gæti stofn hvítabjarna ekki þrifist hér við land vegna skorts á rek- og lagnaðarís.

Mynd:

...