Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 210 svör fundust
Hvað er riðuveiki í sauðfé?
Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...
Eru villihestar til nú á dögum?
Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus). Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim....
Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Við fundum bjöllur í ljósakúpli sem við höfum ekki séð fyrr hjá okkur. Er hægt að greina þær út frá myndinni? Mynd sem spyrjandi sendi. Sennilega er um tegund af títlubjallnaætt (Anobiidae) og þá líklegast tegundin perluþjófur (Niptus hololeucus), þó húsþjófur (Ptinus tectu...
Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?
Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...
Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?
Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...
Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?
Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...
Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?
„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...
Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?
Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...
Hvaða risaeðlur fyrir utan grameðlur, ef einhverjar, átu nashyrningseðlur?
Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...
Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?
Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...
Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?
Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúar...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?
Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...
Hvað er hirsi og hvernig er það notað?
Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...