Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?

Erling Ólafsson

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:
Við fundum bjöllur í ljósakúpli sem við höfum ekki séð fyrr hjá okkur. Er hægt að greina þær út frá myndinni?

Mynd sem spyrjandi sendi.

Sennilega er um tegund af títlubjallnaætt (Anobiidae) og þá líklegast tegundin perluþjófur (Niptus hololeucus), þó húsþjófur (Ptinus tectus) komi einnig til greina.

Eftirfarandi texti um perluþjóf er fenginn af vef Náttúrufræðistofnun Íslands og er hér lítillega aðlagaður og birtur með góðfúslegu leyfi.

Útbreiðsla

Perluþjófur er talinn upprunninn í Litlu-Asíu en hefur borist með mönnum víða um heim; finnst með vissu um gjörvalla Evrópu, Asíu, Norður-Afríku, Norður-Ameríku og Ástralíu. Hann hefur ekki fundist í hitabeltinu.

Á Íslandi eru allnokkrir fundarstaðir á Vesturlandi frá höfuðborgarsvæðinu vestur í Bolungarvík. Auk þess hefur hann fundist Sauðárkróki, Akureyri og í Vík í Mýrdal. Hann finnst að öllum líkindum í húsum mun víðar á landinu.

Perluþjófur, 4 mm. ©EÓ

Lífshættir

Perluþjófur lifir hérlendis einvörðungu í húsum og eru bjöllurnar því á ferli allt árið. Fæðan er afar fjölbreytt, bæði úr jurta- og dýraríkinu. Hann sækir í mjölvöru af öllu tagi, skinn, uppþornuð dýrahræ, svo sem mýs og fugla, músaskít, dauð skordýr og hvaðeina af slíku tagi. Textílvörur geta einnig orðið fyrir barðinu á honum. Aðgengi að dýrakyns fæðu er forsenda þess að perluþjófur nái að fjölga sér auk þess sem það tryggir honum lengri lífdaga.

Bjöllurnar lifa í allt að 250 daga. Þær eru ljósfælnar og athafna sig því einkum að næturþeli. Verpa í skúmaskotum í mestum mæli á haustin og leggjast gjarnan í flakk að því loknu. Kvendýrið verpir 20–40 eggjum sem við stofuhita klekjast á 11–20 dögum. Það tekur lirfuna um 150 daga að vaxa upp við sama hitastig og púpa klekst á 18–26 dögum. Bjöllurnar geta verið á stjái allt niður í –2°C. Perluþjófur getur orðið skaðvaldur þar sem hann nær sér á strik.

Fundarstaðir perluþjófs samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Almennt

Perluþjófur er fjarri því jafnalgengur í húsum okkar og ættingi hans húsþjófurinn (Ptinus tectus) en þar sem hann kemur upp getur orðið mikið af honum ef hann fær til þess næði. Það er í raun ekki svo auðvelt að stemma stigu við honum með hefðbundnum herferðum gegn meindýrum því hann getur komið sér fyrir í öruggum fylgsnum innan veggja og í óaðgengilegum skúmaskotum enda þolir hann vel við jafnt í heitu sem köldu rými.

Þjófabjöllur eru flestar áþekkar í útliti og minna gjarnan á litla dordingla. Þær hafa rauðbrúna gulhærða skel. Höfuð, með löngum mjóum fálmurum, er vel varið undir hálsskildi sem er lítill og kúlulaga, miklu mjórri en kúptir skjaldvængirnir þar fyrir aftan. Skjöldurinn yfir afturbolnum er nær kúlulaga á perluþjóf, einna líkastur perlu.

Heimildir:
  • Åkerlund, M. 1991. Ängrar – finns dom ...? Om skadeinsekter i museer och magasin. Naturhistoriska riksmuseet og Svenska museiföringen, Stokkhólmi. 207 bls.
  • Geir Gígja 1944. Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim. Prentsmiðjan Hólar hf, Reykjavík. 235 bls.
  • Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.
  • Mourier, H. 1995. Husets dyreliv. G.E.C. Gads Forlag A/S, Kaupmannahöfn. 223 bls.

Myndir:


Textinn um perluþjóf er fenginn af vef Náttúrufræðistofnun Íslands og er hér lítillega aðlagaður og birtur með góðfúslegu leyfi. Jón Már Halldórsson greindi bjöllurnar.

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

5.5.2017

Spyrjandi

Anna B. Olsen

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73980.

Erling Ólafsson. (2017, 5. maí). Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73980

Erling Ólafsson. „Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Við fundum bjöllur í ljósakúpli sem við höfum ekki séð fyrr hjá okkur. Er hægt að greina þær út frá myndinni?

Mynd sem spyrjandi sendi.

Sennilega er um tegund af títlubjallnaætt (Anobiidae) og þá líklegast tegundin perluþjófur (Niptus hololeucus), þó húsþjófur (Ptinus tectus) komi einnig til greina.

Eftirfarandi texti um perluþjóf er fenginn af vef Náttúrufræðistofnun Íslands og er hér lítillega aðlagaður og birtur með góðfúslegu leyfi.

Útbreiðsla

Perluþjófur er talinn upprunninn í Litlu-Asíu en hefur borist með mönnum víða um heim; finnst með vissu um gjörvalla Evrópu, Asíu, Norður-Afríku, Norður-Ameríku og Ástralíu. Hann hefur ekki fundist í hitabeltinu.

Á Íslandi eru allnokkrir fundarstaðir á Vesturlandi frá höfuðborgarsvæðinu vestur í Bolungarvík. Auk þess hefur hann fundist Sauðárkróki, Akureyri og í Vík í Mýrdal. Hann finnst að öllum líkindum í húsum mun víðar á landinu.

Perluþjófur, 4 mm. ©EÓ

Lífshættir

Perluþjófur lifir hérlendis einvörðungu í húsum og eru bjöllurnar því á ferli allt árið. Fæðan er afar fjölbreytt, bæði úr jurta- og dýraríkinu. Hann sækir í mjölvöru af öllu tagi, skinn, uppþornuð dýrahræ, svo sem mýs og fugla, músaskít, dauð skordýr og hvaðeina af slíku tagi. Textílvörur geta einnig orðið fyrir barðinu á honum. Aðgengi að dýrakyns fæðu er forsenda þess að perluþjófur nái að fjölga sér auk þess sem það tryggir honum lengri lífdaga.

Bjöllurnar lifa í allt að 250 daga. Þær eru ljósfælnar og athafna sig því einkum að næturþeli. Verpa í skúmaskotum í mestum mæli á haustin og leggjast gjarnan í flakk að því loknu. Kvendýrið verpir 20–40 eggjum sem við stofuhita klekjast á 11–20 dögum. Það tekur lirfuna um 150 daga að vaxa upp við sama hitastig og púpa klekst á 18–26 dögum. Bjöllurnar geta verið á stjái allt niður í –2°C. Perluþjófur getur orðið skaðvaldur þar sem hann nær sér á strik.

Fundarstaðir perluþjófs samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Almennt

Perluþjófur er fjarri því jafnalgengur í húsum okkar og ættingi hans húsþjófurinn (Ptinus tectus) en þar sem hann kemur upp getur orðið mikið af honum ef hann fær til þess næði. Það er í raun ekki svo auðvelt að stemma stigu við honum með hefðbundnum herferðum gegn meindýrum því hann getur komið sér fyrir í öruggum fylgsnum innan veggja og í óaðgengilegum skúmaskotum enda þolir hann vel við jafnt í heitu sem köldu rými.

Þjófabjöllur eru flestar áþekkar í útliti og minna gjarnan á litla dordingla. Þær hafa rauðbrúna gulhærða skel. Höfuð, með löngum mjóum fálmurum, er vel varið undir hálsskildi sem er lítill og kúlulaga, miklu mjórri en kúptir skjaldvængirnir þar fyrir aftan. Skjöldurinn yfir afturbolnum er nær kúlulaga á perluþjóf, einna líkastur perlu.

Heimildir:
  • Åkerlund, M. 1991. Ängrar – finns dom ...? Om skadeinsekter i museer och magasin. Naturhistoriska riksmuseet og Svenska museiföringen, Stokkhólmi. 207 bls.
  • Geir Gígja 1944. Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim. Prentsmiðjan Hólar hf, Reykjavík. 235 bls.
  • Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.
  • Mourier, H. 1995. Husets dyreliv. G.E.C. Gads Forlag A/S, Kaupmannahöfn. 223 bls.

Myndir:


Textinn um perluþjóf er fenginn af vef Náttúrufræðistofnun Íslands og er hér lítillega aðlagaður og birtur með góðfúslegu leyfi. Jón Már Halldórsson greindi bjöllurnar....