Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...
Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?
Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...
Hvar var Köllunarklettur?
Köllunarklettur var við Viðeyjarsund í Reykjavík. Nafnið mun dregið af því að þaðan var kallað á ferju til Viðeyjar til flutnings yfir sundið. „Köllunarklettur var látinn víkja vegna framkvæmda við Sundahöfn“, segir í ritinu Landið þitt Ísland (3. bindi, 277). Hann er merktur á kortinu Örnefni í Reykjavík, sem...
Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?
Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...
Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?
Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...
Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn! Er einhver skýring á því af hverju latnesku tungumálin eru lesin frá vinstri til hægri en arabíska og hebreska frá hægri til vinstri og kínverska neðan frá og upp? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Það veit enginn hver skýringin er, en þrátt fyrir ...
Hvað eru margar holur á golfkúlum?
Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...
Hvað er mænuskaði?
Mænuskaði er skilgreindur sem skaði á mænu eða mænutaugum. Hann leiðir oft til varanlegra breytinga í styrk, skynjun og annarri líkamsstarfsemi fyrir neðan svæðið sem varð fyrir skaðanum. Mænuskaði er oftast afleiðing af höggi eða áverka sem brýtur eða færir hryggjarliði úr stað. Í fæstum tilvikum rofnar mæna...
Hvernig urðu hnettirnir í sólkerfinu til?
Sólin, jörðin og sólkerfið í heild sinni varð til úr risavöxnum gas- og rykskýi fyrir um það bil 4500-4600 milljón árum, eins og nánar má lesa um hér. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, jörðina og sólkerfið sem finna má með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....
Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?
Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...
Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?
Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...
Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira?
Á vef Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi upplýsingar um flatarmál Íslands eftir hæð yfir sjávarmáli. km2%Allt landið103.000100 0-200 metrar24.70024 201-400 metrar18.40017,9 401-600 metrar22.20021,5 601 metrar og yfir37.70036,6 Eins og taflan sýnir er meira en þriðjungur landsins hærri en 600 ...
Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?
Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?
Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern. Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snj...