Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1003 svör fundust
Hversu þungur er apaheili?
Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir. Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar...
Hvað búa margir á Hvolsvelli?
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins. Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930. Elstu tölur á vef Ha...
Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...
Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki?
Spurning Atla var því sem næst eins og hér er tilgreint en spurning Hannesar og Margrétar var þessi: Hvað veldur því að líkaminn hrörnar, er ekki hægt að gera neitt til að breyta því? Hvers vegna getum við ekki lifað endalaust?Sami höfundur hefur áður svarað spurningunni Af hverju eldumst við? hér á Vísindavefnum....
Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?
Í "fiskatali" sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000 var vitað um 360 fisktegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland. Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háffiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru hels...
Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?
Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...
Geta hundar og refir eignast saman afkvæmi?
Engar erfðafræðilegar forsendur eru fyrir því að hundar og refir geti eignast saman afkvæmi. Hundar hafa 38 litningapör (2n=76 litningar) en heimskautarefir hafa 25 litningapör (2n=50). Þó hundar og refir tilheyri sömu ættinni Canidae (hundaætt) þá greinist hún í tvennt, annars vegar refi (Vulpini) og hins veg...
Voru hvalir til þegar risaeðlur voru lifandi?
Hvalir þróuðust af landspendýrum fyrir um 50 milljón árum en risaeðlurnar dóu út í miklum náttúruhamförum á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum. Hvalirnir voru þess vegna ekki til á meðan risaeðlur voru uppi. Náttúruhamfarirnar sem urðu fyrir 65 milljón árum þurrkuðu út um 70% allra tegu...
Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting. Á sama hátt og lö...
Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?
Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...
Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...
Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?
Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...
Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...
Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...
Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?
Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum. Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsd...