Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 569 svör fundust
Ef svartir albínóar verða hvítir af hverju verða þá ekki hvítir albínóar svartir?
Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Albínismi stafar af gölluðu víkjandi litargeni. Eðlilega litargenið stuðlar að myndun melaníns í húð, hári og augum. Hafi einstaklingur erft albínóagenið frá báðu...
Get ég höfðað mál gegn sjálfum mér?
Svarið við spurningunni er bæði já og nei. Þú getur að sjálfsögðu stefnt sjálfum þér en reglur einkamálaréttarfars um aðild að dómsmáli og sakarefni valda því að málinu yrði vísað frá og væri þar af leiðandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Um þetta efni gilda lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála (aðallega...
Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur? Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni...
Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?
Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau br...
Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun? Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi ...
Eru einhverjar lífverur ónauðsynlegar fyrir jörðina?
Vel er hægt að ímynda sér að margir eigi í handraðanum uppástungur af svari við þessari spurningu. Öll þekkjum við að hafa leitt hugann að því hvort heimurinn væri ekki bara betri staður ef ákveðin náttúruleg fyrirbæri væru ekki að flækjast fyrir okkur. Sum þeirra sjáum við reyndar ekki með berum augum en vitum af...
Af hverju fæðast börn sem albínóar?
Albínismi stafar af gölluðu litargeni. Þetta gen er víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá það frá báðum foreldrum til þess að áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur eitt eðlilegt litargen sjást engin merki um albínisma hjá viðkomandi. En eignist þessi einstaklingur barn með öðrum einstaklingi sem einnig hefur eit...
Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?
Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...
Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?
Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...
Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?
Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum. Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima...
Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?
Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...
Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...
Hvernig virkar þurrís?
Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) en klakinn er frosið vatn. Þurrísinn er miklu kaldari en venjulegur ísmoli. Það sérstaka við þurrís, eða það hvernig hann virkar, er að að hann "bráðnar" allt öðru vísi en venjulegur klaki. Ísmolinn sem við tökum úr...
Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?
Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi...
Geta ljón verið hvít?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur ...