Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1195 svör fundust
Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...
Hvernig flokka Gyðingar rit Gamla testamentisins?
Gyðingar flokka rit Gamla testamentisins í lögmálið, ritin og spámennina. Lögmálið er Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og loks eru það spámannaritin. Hjá Gyðingum nýtur lögmálið (torah) mestrar hylli og helgi. Gyðingar tala raunar ekki um „Gamla testamentið.“ Það er kristið hugtak...
Hvernig förum við að því að þekkja andlit?
Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...
Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?
Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...
Hvers vegna er geispi smitandi?
Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...
Af hverju eru til mörg tungumál?
Það er ágætis spurning af hverju tungumálin eru mörg en ekki bara eitt. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að við mennirnir búum til tungumálið. Það ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisin...
Hvað éta letidýr?
Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...
Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?
Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...
Fæðast börn með fæðingarbletti?
Já, sum börn fæðast með fæðingarbletti. Til eru tvær gerðir af fæðingarblettum, bæði stórir fæðingarblettir sem myndast annað hvort strax og barnið kemur í ljós eða áður en það fæðist, og svo litlir fæðingarblettir sem myndast nokkrum dögum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að barnið fæðist. Sum börn fá bara litla þ...
Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?
Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...
Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju þurfa mörgæsir að lifa í kulda? Gætu þær búið í Bolungarvík? Mörgæsir þurfa alls ekki að lifa í kulda. Ólíkt því sem margir halda þá lifa mörgæsir ekki aðeins á köldum úthafseyjum suðurhafanna og á Suðurskautslandinu, heldur finnast stofnar einnig á Nýja-Sjálandi, í...
Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Að ráða lögum og lofum. Getið þið sagt mér hvaða lof þetta eru? Í beygingarlýsingu er hvorugkynsorðið lof einungis til í eintölu. Hér er einnig svarað spurningu Orra Matthíasar:Af hverju segir maður að einhver ráði lögum og lofum? Nafnorðið lof merkir ‘hrós’ í nútímamáli e...
Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?
Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...
Geta fleiri en moskítóflugan borið malaríu?
Moskítóflugnategundin Anopheles er eina tegundinn sem vitað er til að smiti malaríu. Tegundin smitar einnig heilasótt. Aðrar tegundir af moskítóflugunni bera líka smitsjúkdóma, til dæmis smitar tegundin Aedes beinbrunasótt, mýglusótt og heilabólgu. Tegundin Culex smitar einnig heilabólgu. Sjúkdómurinn malaría finn...
Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?
Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...