Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1982 svör fundust
Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?
Dauðahrygla er hósti eða snörl deyjandi manns. Það er þess vegna ekki tengt þeim ferlum sem fara af stað í líkamanum eftir dauðann. Það sem gerist eftir dauðann er að líkaminn rotnar. Annars vegar fyrir tilstilli svonefndra efnakljúfa sem eru í vefjafrumum okkar en hins vegar vegna gerla sem eru í líkama okkar ...
Hversu mörg gen fáum við frá hverjum forföður?
Með bættum aðferðum til að greina erfðabreytileika manna á milli og betri líkönum í stofnerfðafræði hefur möguleikinn á að svara spurningu eins og þessari aukist mikið. Með því að nota sameindagreiningar má finna hvaða litningar og hlutar þeirra koma frá föður, móður, öfum, ömmum og fjarskyldari forfeðrum. Marg...
Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?
William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...
Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...
Eruð þið heimskir?
Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...
Eru fóstur sníkjudýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Sumir vilja meina að þegar kona gengur með barn að fóstrið sé eins og sníkjudýr í líkama hennar. Er rétt að segja það? Er fóstur það sama og sníkjudýr? Áður en þessari spurningu er svarað er vert að rifja upp skilgreiningu á sníkjudýri. Sníkjudýr er lífvera sem lifir á annarr...
Við vitum að fitufrumum getur ekki fjölgað eftir ákveðinn aldur, en getur þeim þá fækkað með einhverjum hætti?
Á meðan líkami okkar er að vaxa getur fitufrumum okkar fjölgað. Flestir eru búnir að taka út allan vöxt þegar eitthvað er liðið á unglinsárin og eftir það fjölgar fitumfrumum líkamans því ekki. En fitufrumunum í okkur getur ekki fækkað. Þær geta aðeins minnkað með hreyfingu og brennslu. Hægt er lesa meira um...
Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?
Svarið er frekar einfalt: Með því að senda okkur skýringar með spurningunni eða viðbætur við hana í tölvupósti á póstfangið sem er neðst á forsíðu okkar. Við setjum þennan viðbótartexta þá í svarreit í vinnslunni hjá okkur og birtum hann í upphafi svarsins eins og lesendur okkar hafa oft séð. Vísindavefurinn h...
Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?
Skýringuna á því að við erum með hendur og þumalputta má finna í langri þróunarsögu okkar og forfeðra okkar. Með tilliti til þróunar getum við einfaldlega kallað hendur okkar framfætur en eftir að við fórum að standa upprétt þá gátum við notað framfæturna, það er hendurnar, til annarra verka, svo sem við að handfj...
Gæti hugsanlega verið til annar alheimur?
Það gæti vel verið að til sé annar alheimur en við höfum engan möguleika á því að komast að því hvort svo sé eða ekki! Hugtakið annar alheimur felur nefnilega í sér að handan þess alheims sem við búum í sé annar alheimur sem er algjörlega aðgreindur frá okkar eigin alheimi. Ef hann væri ekki aðgreindur frá okkar e...
Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?
Spyrjandi bætir líka við:Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)Hvað er ...
Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...
Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?
„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...
Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?
Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um t...
Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...