Þegar við deyjum stöðvast efnahvörf í frumum líkamans. Efnakljúfar sem starfa alla jafna eðlilega inni í frumunum taka þá til við að brjóta frumurnar niður. Þessi rotnun nefnist sjálfrot. Eftir dauðann fjölgar gerlum sem lifa í líkama okkar. Fjölgunin á sér fyrst stað í þörmunum og þaðan dreifast gerlarnir eftir æðum og fara um allan líkamann. Efni sem gerlarnir framleiða brjóta niður vefi og stuðla þannig að rotnuninni. Um rotnun mannslíkamans má lesa meira í fróðlegu svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? en þetta svar byggir einmitt á því. Mynd: Web Gallery of Art. Sótt 27. 8. 2009.
Þegar við deyjum stöðvast efnahvörf í frumum líkamans. Efnakljúfar sem starfa alla jafna eðlilega inni í frumunum taka þá til við að brjóta frumurnar niður. Þessi rotnun nefnist sjálfrot. Eftir dauðann fjölgar gerlum sem lifa í líkama okkar. Fjölgunin á sér fyrst stað í þörmunum og þaðan dreifast gerlarnir eftir æðum og fara um allan líkamann. Efni sem gerlarnir framleiða brjóta niður vefi og stuðla þannig að rotnuninni. Um rotnun mannslíkamans má lesa meira í fróðlegu svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? en þetta svar byggir einmitt á því. Mynd: Web Gallery of Art. Sótt 27. 8. 2009.