Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1688 svör fundust
Hver er fyrri hluti máltækisins "...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?
Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Þa...
Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?
Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...
Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...
Hvernig verður efni til?
Stutta svarið er að við vitum ekki allt um það hvernig efni getur orðið til, en við vitum þó að það getur orðið til úr orku og getur líka breyst í orku. Í daglegu lífi er efnið eða massinn þó varðveitt; þar verður nýtt efni bara til úr öðru efni. En þetta er afar eðlileg spurning sem menn hafa lengi velt fyrir ...
Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?
Hér er einnig svarað spurningu sama spyrjanda: Hvað þarf til að ár sé kallað 13 tungla ár? Gangur tunglsins skiptist þannig að það er vaxandi eftir að það kviknar, síðan fullt, þá þverrandi uns það hverfur í nokkra daga og er þá kallað nýtt. Síðan kviknar það og umferðin hefst að nýju. Hver umferð tekur 29,53 da...
Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?
Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...
Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?
Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...
Hvað er rafmagn?
Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...
Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?
Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?
Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...
Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttar...
Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?
Vísindavefnum berast stundum spurningar um það hvernig eigi að umrita nöfn eða orð á öðru stafrófi. Hér eru dæmi um nokkrar spurningar af þessu tagi: Hvernig skrifa ég Bergur Bjarki Ingason á arabísku? Hvernig á ég að skrifa nafnið mitt á rúnaletri? Hvernig á að umrita íslensk orð á devanagari-stafrófi? Getið ...
Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar? Hugtakið sending er í þjó...
Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?
Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræð...