Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5241 svör fundust
Hvað eru gusthlaup?
Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið. Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð ...
Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?
Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...
Hvernig verða svarthol til?
Vísindamenn telja að svarthol geti myndast á þrjá vegu. Í fyrsta lagi geta þau orðið til þegar massamiklar stjörnur enda æviskeið sitt. Svartholin verða þá til þegar kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Í öðru lagi geta stór svarthol myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrar...
Hefur orðið reisluvog fleiri en eina merkingu?
Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1983, er sagt að reisla sé „sérstök vog, vog með löngu skafti (löngum armi) og einu lóði.“ Sama merking kemur fram í þeim dæmum sem finnast í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Safnið er öllum aðgengilegt hér. Orðabókin á aðeins eitt dæmi um reisluvog og virðist...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...
Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?
Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...
Hvað er bakflæði?
Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...
Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...
Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?
Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...
Hvernig sjúkdómur er stúffingur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig sjúkdómur er stúffingur (brachydactylia)? Hvernig erfist hann? Hver eru einkennin? Hvað er gallað? Stúffingur (e. brachydactylia eða brachydactyly) er ástand sem einkennist af óeðlilega stuttum fingrum og tám. Ástæðan er sú að eitt eða fleiri bein í fingrum eða tám þrosk...
Af hverju er gróður í Surtsey?
Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...
Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?
Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?
Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda. Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágan...