Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5255 svör fundust
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Hvenær mun sólin deyja út?
Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...
Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?
Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...
Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...
Er einhvers staðar til listi yfir íslensk hundanöfn?
Fyrir allnokkrum árum var spurst fyrir um íslensk hundanöfn í hljóðvarpsþætti Orðabókar Háskólans um íslenskt mál. Talsvert barst af svörum sem varðveitt eru á stofnuninni. Eftir því sem ég best veit safnar Hundaræktarfélag Íslands hundanöfnum og í bókinni Íslenski fjárhundurinn, sem gefin var út 1999, er einnig l...
Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?
Þetta svar er eins konar framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hversvegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?Svarið felst í stuttu máli í tveimur óskyldum atriðum í hreyfingu jarðarinnar en svo einkennilega vill til að áhrif þeirra eru sambærileg að stærð. Þegar saman kemur ...
Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?
Í heild var spurningin svona: Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark' og hvernig eru þeir flokkaðir? Hákarlategund sú sem kallast grey nurse shark á ensku (Carcharias taurus) nefnist grái skeggháfur á íslensku. Hið sérstæða enska heiti þessara hákarla, "nurse", vísar til þess að þeir “fóstra” fjölda smáf...
Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?
Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...
Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...
Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað? Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn ...
Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“? Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt...
Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?
Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega: Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík? Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar....
Hvernig myndast hraunstöplar og finnast þeir á Íslandi?
Hraunstöplar (e. lava spine) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp upp úr gosrás en storknar í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hrau...
Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...
Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...