Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann?

Árni Helgason

Gerðardómur er eitt af þeim úrræðum sem mönnum standa til boða utan hins hefðbundna dómstólakerfis. Ákveða má með samkomulagi að skjóta ágreiningi milli aðila í gerð. Niðurstaða slíks gerðardóms er bindandi fyrir aðila og ekki má fara með slíkt mál fyrir dómstóla. Sé það gert ber að vísa málinu frá dómi, komi fram krafa um það.

Í samningi um að leggja mál fyrir gerðardóm kemur iðulega fram hverjir skuli sitja í gerðardómi. Ef svo er ekki og ef ekki næst samkomulag milli aðila um þetta atriði, geta aðilar skotið málinu til héraðsdómara sem skipar þrjá menn í dóminn, skv. 3. mgr. 4. gr. laga 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Í lögunum er að finna ýmis ákvæði um hæfi gerðardómsmanna (gerðarmanna), kröfur málsaðila fyrir gerðardómi og málsmeðferð fyrir dóminum.

Gerðardómssamningur getur falið í sér að tiltekið, afmarkað ágreiningsefni er lagt fyrir gerðardóm eða að þau ágreiningsefni sem upp kunna að koma, til dæmis í vinnusambandi, verði lögð fyrir gerðardóm. Einnig er algengt að ákvæði séu í verksamningum um að leggja skuli ágreining í gerð. Slík ákvæði eru gjarnan orðuð á þá vegu að ágreiningur sem kann að rísa á samningstímanum verður lagður fyrir gerðardóm.

Auk samninga um gerðardóm geta lög einnig mælt fyrir um að leggja skuli tiltekinn ágreining í gerðardóm. Nýverið samþykkti Alþingi frumvarp sem kvað á um að kjaradeila kennara skyldi lögð fyrir gerðardóm en til þess kom þó ekki. Ákvæði um gerðardóm er á nokkrum stöðum í löggjöfinni, til dæmis 7. gr. laga 87/2003 um Orkustofnun þar sem kveðið er á um að leggja skuli ágreining um endurgreiðslur til ríkisins vegna rannsókna og áætlanagerðar í gerð.

Ekki má leggja hvaða ágreiningsefni sem er undir gerðardóm. Einungis má leggja í gerð þau ágreiningsefni sem aðilar hafa forræði yfir. Því væri til dæmis ekki heimilt að leggja refsimál á borð við líkamsárás eða þjófnað fyrir gerðardóm.

Heimild: Einkamálaréttarfar. Markús Sigurbjörnsson. 2003.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

30.11.2004

Spyrjandi

Elísabet Stefánsdóttir

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4637.

Árni Helgason. (2004, 30. nóvember). Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4637

Árni Helgason. „Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann?
Gerðardómur er eitt af þeim úrræðum sem mönnum standa til boða utan hins hefðbundna dómstólakerfis. Ákveða má með samkomulagi að skjóta ágreiningi milli aðila í gerð. Niðurstaða slíks gerðardóms er bindandi fyrir aðila og ekki má fara með slíkt mál fyrir dómstóla. Sé það gert ber að vísa málinu frá dómi, komi fram krafa um það.

Í samningi um að leggja mál fyrir gerðardóm kemur iðulega fram hverjir skuli sitja í gerðardómi. Ef svo er ekki og ef ekki næst samkomulag milli aðila um þetta atriði, geta aðilar skotið málinu til héraðsdómara sem skipar þrjá menn í dóminn, skv. 3. mgr. 4. gr. laga 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Í lögunum er að finna ýmis ákvæði um hæfi gerðardómsmanna (gerðarmanna), kröfur málsaðila fyrir gerðardómi og málsmeðferð fyrir dóminum.

Gerðardómssamningur getur falið í sér að tiltekið, afmarkað ágreiningsefni er lagt fyrir gerðardóm eða að þau ágreiningsefni sem upp kunna að koma, til dæmis í vinnusambandi, verði lögð fyrir gerðardóm. Einnig er algengt að ákvæði séu í verksamningum um að leggja skuli ágreining í gerð. Slík ákvæði eru gjarnan orðuð á þá vegu að ágreiningur sem kann að rísa á samningstímanum verður lagður fyrir gerðardóm.

Auk samninga um gerðardóm geta lög einnig mælt fyrir um að leggja skuli tiltekinn ágreining í gerðardóm. Nýverið samþykkti Alþingi frumvarp sem kvað á um að kjaradeila kennara skyldi lögð fyrir gerðardóm en til þess kom þó ekki. Ákvæði um gerðardóm er á nokkrum stöðum í löggjöfinni, til dæmis 7. gr. laga 87/2003 um Orkustofnun þar sem kveðið er á um að leggja skuli ágreining um endurgreiðslur til ríkisins vegna rannsókna og áætlanagerðar í gerð.

Ekki má leggja hvaða ágreiningsefni sem er undir gerðardóm. Einungis má leggja í gerð þau ágreiningsefni sem aðilar hafa forræði yfir. Því væri til dæmis ekki heimilt að leggja refsimál á borð við líkamsárás eða þjófnað fyrir gerðardóm.

Heimild: Einkamálaréttarfar. Markús Sigurbjörnsson. 2003.

...