Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7806 svör fundust
Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?
Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...
Af hverju eru til rándýr?
Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...
Eru margir hestar í íslensku landslagi?
Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...
Hver er munurinn á kirkju og kapellu?
Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða mött...
Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?
Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopin...
Er hægt að búa til geislasverð?
Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dr...
Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?
Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og: abba agaakaalaama anaapaataNafnorð sem byrja og enda á a eru:aggaamma assaÖnnur orð sem koma upp í hugann eru:inninónóbóódóórópíprörr...
Hvað eru til margar reikistjörnur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...
Eru skessur tröll?
Já skessur eru tröll, að minnsta kosti ef marka má það sem fram kemur í bók Árna Björnssonar Íslenskt vættatal. Þar segir: „Tröllkarl heitir einnig jötunn, risi og þurs en tröllkerling er kölluð flagð og gýgur en oftast skessa.“ (bls. 23). Í bók Árna er skemmtileg lýsing á tröllum og fer hún hér á eftir í aðein...
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði?
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Þessi vefsíða [hlekkur óvirkur, 30.10.2010] sem spyrjandi benti okkur á og þau loforð um ávöxtun sem á henni er að finna eru gott dæmi um að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það mjög ólíklega satt....
Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?
Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til...
Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“. En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég e...
Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?
Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í glu...
Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...
Hvað merkir orðtakið „hver og hver og vill og verður“ og hvaðan er það upprunnið?
Spurnarsetningin hver og hver og vill er mjög vel þekkt og notuð þegar verið er að bjóða eitthvað eða fá sjálfboðaliða til einhvers. „Hver og hver og vill fara út í búð?“ eða „Hver og hver og vill síðasta bitann af kökunni?“ Viðbótinni ... og verður er stundum skeytt aftan við og jafnvel ... að lofa og þá oftas...