Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 121 svör fundust
Hvað er gílaeðla?
Gílaeðlan (Heloderma suspectum), oft kölluð gílaófreskja (e. Gila monster), er mjög sérstök eðla. Hún er önnur af aðeins tveimur núlifandi tegundum eitraðra eðla og sú eina sem finnst í Norður-Ameríku, en þær voru algengar fyrir um 35 milljónum ára. Gílaeðlan dregur nafn sitt af fljóti, Gila, sem rennur í Suðvestu...
Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?
Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...
Hver er hættulegasti fugl í heimi?
Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...
Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?
Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...
Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?
Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginl...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Er Loch Ness skrímslið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...
Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?
Æxlun nefnist það þegar lífverur geta af sér afkvæmi og er það eitt af einkennum allra lífvera. Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnstæðu kyni, þar sem karld...
Hvað getið þið sagt mér um svín?
Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...
Hver er uppruni snáka?
Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...
Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?
Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...
Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?
Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...
Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?
Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...
Hvernig er dýralíf í Rússlandi?
Það er hægara sagt en gert að gera almennilega grein fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi sem finnst innan landamæra Rússlands, enda er það stærsta land í heimi. Innan landamæra þess má finna flest helstu þurrlendisvistkerfi jarðar, allt frá túndrum til steppa og laufskóga. Nyrst í landinu eru mikil túndrusvæði. Þar f...
Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?
Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar...