Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9472 svör fundust
Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?
Því sem næst sömu reglur gilda um heiti forskeyta á stærðum í tölvum og í metrakerfinu að öðru leyti. Þannig er talað um kíló- fyrir þúsund, mega- fyrir milljón og svo framvegis. Þó ber að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi eru tölvur byggðar upp á tvíundakerfi og því kemur talan 1024 í stað 1000, en 1024 er ei...
Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?
Köngulær sem spinna vef hefja yfirleitt verkið á því að strengja láréttan þráð á milli tveggja greina, stráa eða steina. Þegar könguló byrjar á nýjum vef spinnur hún grannan og léttan þráð sem er eins konar fyrirrennari stoðþráðar. Granni þráðurinn, sem er sennilega sá sem spyrjandi á við, er það léttur að hægu...
Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?
Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út. Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt ta...
Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...
Hvort er hættulegra að leika fótbolta eða handbolta?
Í svari Árna Árnasonar við spurningunni Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga? er sagt frá svissneskri rannsókn sem kannaði meiðslatíðni í nokkrum algengum íþróttagreinum hjá unglingum á aldrinum 14-20 ára. Þá kom í ljós að hún var hæst í ísknattleik, því næst kom handbolti og svo fótbolti. Samkvæmt þe...
Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?
Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina s...
Af hverju gaus Hekla árið 2000?
Hér er einnig svarað spurningunni 'Hvað veldur aukinni tíðni gosa í Heklu?' frá Ara Páli Pálssyni. Þegar Hekla gaus árið 1947 virtist mönnum sem hegðun hennar væri orðin fyrirsjáanleg, hún gysi á 100 ára fresti og mundi næst gjósa kringum árið 2045. Þetta gekk þó sem kunnugt er ekki eftir fremur en sá spádómur ...
Verður Ísland aftur skógi vaxið?
Ef átt er við hvort útbreiðsla skóga á Íslandi verði aftur eins og hún er talin hafa verið við landnám þá er það ólíklegt, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og fram kemur í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við...
Hafa fiðrildi vængi?
Fiðrildi heita á latínu Lepidoptera sem þýðir hreisturvængjur. Fiðrildi hafa tvö pör vængja og eru þeir alsettir hreistri, sem er ummynduð hár, eins og sjást á vængjum hjá öðrum ættbálkum, til dæmis vorflugum sem standa fiðrildum næst á þróunarbrautinni. ...
Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...
Hvar myndast fellibyljir helst?
Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...
Hversu oft er fullt tungl í mánuði?
Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er f...
Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?
Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....