Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?

EÖÞ og ÞV

Því sem næst sömu reglur gilda um heiti forskeyta á stærðum í tölvum og í metrakerfinu að öðru leyti. Þannig er talað um kíló- fyrir þúsund, mega- fyrir milljón og svo framvegis. Þó ber að hafa tvennt í huga.

Í fyrsta lagi eru tölvur byggðar upp á tvíundakerfi og því kemur talan 1024 í stað 1000, en 1024 er einmitt 2 í tíunda veldi (210 = 1024). Þannig er til dæmis
1 KB = 1024 B og
1 MB = 1024 KB = 1024*1024 B = 1.048.576 B.
Í öðru lagi er rétt að hafa í huga muninn á stóru og litlu béi. Lítið b táknar bita en stórt B bæti. Átta bitar eru í hverju bæti.

Önnur spurning sem við höfum fengið er tengd þessu:
Sælir, er með eina spurningu í sambandi við tölvur. Var að spá í hvað kemur eftir MB, GB, TB, og þetta?
Því er til að svara að um þetta gilda sömu reglur og í metrakerfinu yfirleitt. Forskeytin sem höfð eru um margfeldi eininganna koma fram í svari við spurningunni Er einhver munur á tonni og megatonni?.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundar

Útgáfudagur

10.6.2005

Spyrjandi

Kristófer Leifsson, f. 1987
Davíð Hendriks

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5047.

EÖÞ og ÞV. (2005, 10. júní). Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5047

EÖÞ og ÞV. „Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5047>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?
Því sem næst sömu reglur gilda um heiti forskeyta á stærðum í tölvum og í metrakerfinu að öðru leyti. Þannig er talað um kíló- fyrir þúsund, mega- fyrir milljón og svo framvegis. Þó ber að hafa tvennt í huga.

Í fyrsta lagi eru tölvur byggðar upp á tvíundakerfi og því kemur talan 1024 í stað 1000, en 1024 er einmitt 2 í tíunda veldi (210 = 1024). Þannig er til dæmis
1 KB = 1024 B og
1 MB = 1024 KB = 1024*1024 B = 1.048.576 B.
Í öðru lagi er rétt að hafa í huga muninn á stóru og litlu béi. Lítið b táknar bita en stórt B bæti. Átta bitar eru í hverju bæti.

Önnur spurning sem við höfum fengið er tengd þessu:
Sælir, er með eina spurningu í sambandi við tölvur. Var að spá í hvað kemur eftir MB, GB, TB, og þetta?
Því er til að svara að um þetta gilda sömu reglur og í metrakerfinu yfirleitt. Forskeytin sem höfð eru um margfeldi eininganna koma fram í svari við spurningunni Er einhver munur á tonni og megatonni?.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...