Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1072 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað er hvalrekaskattur og af hverju er hann settur á?

Hugtakið „hvalreki“ merkir meðal annars mikið og óvænt happ. Í tengslum við spurninguna hér fyrir ofan vísar það til (viðbótar)tekna sem fellur fyrirtæki eða einstaklingi í skaut án þess að þeir aðilar hafi aðhafst nokkuð sérstakt til að skapa þær viðbótartekjur. Hvalrekaskattur er þýðing á ensku orðunum „windfall...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?

Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna. Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið. Þegar skoðaðar eru tölu...

category-iconJarðvísindi

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?

Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?

Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?

Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Alma...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt f...

category-iconLæknisfræði

Eru rafrettur hættulegar?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?

Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?

Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?

Árið 1918 nutu konur ekki fulls jafnréttis á við karlmenn þótt mikilvægum áföngum væri náð. Af þeim málum sem kvennahreyfingin barðist hvað harðast fyrir um aldamótin 1900 var réttur til menntunar einu réttindin sem konur höfðu án takmarkana. Lög sem veittu konum sama aðgang að menntun, embættum og námsstyrkjum v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Telst smokkfiskur til kolkrabba?

Smokkfiskar eru ekki kolkrabbar heldur eru þetta sitt hvor ættbálkurinn innan sama undirflokks. Flokkunarfræðin er svona: Ríki:Dýraríki (Animalia)Dýraríki (Animalia) Fylking:Lindýr (Mollusca)Lindýr (Mollusca) Flokkur:Höfuðfætlur (Cephalopoda)Höfuðfætlur (Cephalopoda) Undirflokkur:ColeoidaColeoida Ættbálkur:K...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var Alþingi stofnað?

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja...

Fleiri niðurstöður