Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 479 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?

Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...

category-iconStærðfræði

Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?

Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$ Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7. Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að umm...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?

Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að við vitum ekki ennþá hvert nálægasta sólkerfið við okkur sé. Menn hafa síðustu tíu ár fundið hátt í tvö hundruð ný sólkerfi en enn sem komið er bólar ekkert á reikistjörnum á stærð við jörðina, hvað þá lífvænlegum hnöttum. Tæknin sem við búum...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?

Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef bíll er á sama hraða og byssukúla ferðast, og maður skýtur úr byssu afturábak? Stoppar kúlan eða heldur hún áfram?

Svarið er í stuttu máli hvorki já eða nei heldur "bæði -- og" því að það fer eftir því hvaðan við horfum á það sem gerist. Hraði kúlunnar miðað við byssuna og þar með bílinn ákvarðast eingöngu af gerð og eðli skots og púðurs. Við reiknum með að byssunni sé haldið fastri miðað við bílinn og skotið sé nákvæmlega ...

category-iconJarðvísindi

Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?

Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regres...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?

Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er. Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?

Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni! Hátt...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?

Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Alma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?

Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...

category-iconEfnafræði

Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?

Upprunalega spurningin hljóðað svona í heild sinni: Ég keypti 25 kg af vítissóda fyrir ca. 25 árum og hef notað hann til að gera sápur. (Það er ekki hægt að kaupa minna) fyrir 10 árum fór að bera á því að sápurnar urðu blakkar og jafnvel rauðbrúnar og þykknuðu fyrr en áður. En sápurnar voru samt í lagi. Ég hef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna?

Helstu efnin í sólinni eru vetni og helín, léttasta og næstléttasta frumefnið sem til eru. Sólin er mjög heit og efnið í henni er þess vegna í rafgasham sem kallað er, en það þýðir að frumeindirnar eða atómin hafa klofnað í kjarna og rafeindir. Það er kallað eiginlegur bruni þegar súrefni (O) gengur í efnasamba...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve langt frá jörðinni þarf maður að fara til að sjá ekki jörðina berum augum, það er án þess að nota kíki?

Það eru ekki allar reikistjörnur sýnilegar með berum augum en þær sem eru sýnilegar eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. En til að reikistjarna sjáist ekki með berum augum frá jörðinni þarf maður að fara til Úranusar sem er í um það bil 2875 milljón kílómetra fjarlægð frá sól. Samt er örugglega nóg að ...

category-iconHugvísindi

Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?

Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...

Fleiri niðurstöður