Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 416 svör fundust
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?
Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...
Af hverju er mikið líf í hafinu?
Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...
Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...
Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?
Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur...
Af hverju eru sumir svanir hvítir en aðrir svartir?
Svartur litur á svönum, sem og öðrum fuglum og spendýrum, stafar af litarefninu melanín í fjöðrunum. Alhvítir svanir eru án þessa litarefnis í fiðrinu. Svanir teljast til andaættarinnar, en til andfugla teljast kringum 150 tegundir sem eru flestar dökkar yfirlitum. Alls eru þekktar 6 tegundir núlifandi sva...
Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?
Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...
Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?
Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...
Hvað er útselskópur?
Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...
Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?
„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins. Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafran...
Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?
Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...
Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?
Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...
Hvort kom á undan, eggið eða hænan?
Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum. Hvernig varð hænan til? Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallað...
Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...
Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?
Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að...