Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 978 svör fundust
Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?
Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....
Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?
Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úran...
Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?
Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaga...
Hversu hratt fara jarðskjálftar?
Upprunalega spurningin var: Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?) Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga. Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðs...
Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?
Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...
Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?
Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til a...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Er hægt að einrækta útdauð dýr?
Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...
Hvað er langt á milli jarðar og sólar?
Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...
Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?
Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...
Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?
Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það. Hitt er annað mál að vi...
Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?
Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa. Ástæðan til þess að þessi tregðuhreyfing eftir beinni línu gerist e...
Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?
Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...
Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?
Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til? er fjallað um svonefnda árekstrarkenningu: Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þess. ... Fjórða kenningin, árekstrarkenningin, kom fram árið 1975 þeg...