Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu hratt fara jarðskjálftar?

JGÞ

Upprunalega spurningin var:

Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?)

Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga.

Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðskorpunnar hér á landi er um 2-3 km á sekúndu en í neðri hluta jarðskorpunnar er hraðinn um 6,5 km á sekúndu. Fyrri talan á við þegar miðað er við næsta nágrenni skjálftans en annars seinni talan.

Ef við hugsum okkar skjálfta sem verður í 100 km fjarlægð frá okkur þá nær fljótasta bylgjan 6,5 km hraða á sekúndu sem samsvarar því að hún fari 23.000 km á klukkustund. Bylgjan er því 15 sekúndur að berast 100 km leið. Bylgja eftir skjálfta sem verður í um 33 km fjarlægð (sem er um það bil vegalengdin frá suðurenda Fagradalsfjalls að Kringlunni í Reykjavík) berst til okkar á tæpum 5 sekúndum.

Bylgja eftir skjálfta sem verður í um 33 km fjarlægð (sem er um það bil vegalengdin frá suðurenda Fagradalsfjalls að Kringlunni í Reykjavík) berst til okkar á tæpum 5 sekúndum.

Hægt er að setja þennan hraða í samhengi við hraða hljóðs í lofti sem er um 330 metrar á sekúndu. Hljóð er mun lengur að berast en hröðustu jarðskjálftabylgjurnar eða 5 mínútur að fara 100 km og 1 mínútu og 40 sekúndur að fara 33 km.

P-bylgjur jarðskjálfta skynjum við yfirleitt ekki sem skjálfta en við heyrum sveiflurnar sem þær vekja í loftinu. Svonefndar S-bylgjur sem berast seinna finnum við hins vegar greinilega og einnig aðrar bylgjur sem fylgja í kjölfarið. Hægt er að nýta sér muninn á hraða P-bylgna og S-bylgna til að áætla fjarlægð skjálftaupptaka í kílómetrum. Það er gert með því að margfalda sekúndufjölda sem líður á milli þessara tveggja bylgjutegunda með tölunni 8. Ef til dæmis um 4 sekúndur líða á milli P- og S-bylgna eru upptök skjálftans í um 32 km fjarlægð frá okkur.

Fjallað er meira og ýtarlegar um þetta í svari við spurningunni Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar? og eins bendum við lesendum á að lesa svar við spurningunni Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.3.2021

Spyrjandi

Baldur Sigurðsson

Tilvísun

JGÞ. „Hversu hratt fara jarðskjálftar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81385.

JGÞ. (2021, 17. mars). Hversu hratt fara jarðskjálftar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81385

JGÞ. „Hversu hratt fara jarðskjálftar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81385>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt fara jarðskjálftar?
Upprunalega spurningin var:

Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?)

Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga.

Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðskorpunnar hér á landi er um 2-3 km á sekúndu en í neðri hluta jarðskorpunnar er hraðinn um 6,5 km á sekúndu. Fyrri talan á við þegar miðað er við næsta nágrenni skjálftans en annars seinni talan.

Ef við hugsum okkar skjálfta sem verður í 100 km fjarlægð frá okkur þá nær fljótasta bylgjan 6,5 km hraða á sekúndu sem samsvarar því að hún fari 23.000 km á klukkustund. Bylgjan er því 15 sekúndur að berast 100 km leið. Bylgja eftir skjálfta sem verður í um 33 km fjarlægð (sem er um það bil vegalengdin frá suðurenda Fagradalsfjalls að Kringlunni í Reykjavík) berst til okkar á tæpum 5 sekúndum.

Bylgja eftir skjálfta sem verður í um 33 km fjarlægð (sem er um það bil vegalengdin frá suðurenda Fagradalsfjalls að Kringlunni í Reykjavík) berst til okkar á tæpum 5 sekúndum.

Hægt er að setja þennan hraða í samhengi við hraða hljóðs í lofti sem er um 330 metrar á sekúndu. Hljóð er mun lengur að berast en hröðustu jarðskjálftabylgjurnar eða 5 mínútur að fara 100 km og 1 mínútu og 40 sekúndur að fara 33 km.

P-bylgjur jarðskjálfta skynjum við yfirleitt ekki sem skjálfta en við heyrum sveiflurnar sem þær vekja í loftinu. Svonefndar S-bylgjur sem berast seinna finnum við hins vegar greinilega og einnig aðrar bylgjur sem fylgja í kjölfarið. Hægt er að nýta sér muninn á hraða P-bylgna og S-bylgna til að áætla fjarlægð skjálftaupptaka í kílómetrum. Það er gert með því að margfalda sekúndufjölda sem líður á milli þessara tveggja bylgjutegunda með tölunni 8. Ef til dæmis um 4 sekúndur líða á milli P- og S-bylgna eru upptök skjálftans í um 32 km fjarlægð frá okkur.

Fjallað er meira og ýtarlegar um þetta í svari við spurningunni Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar? og eins bendum við lesendum á að lesa svar við spurningunni Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?

Mynd: