Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er, þeim mun örar vex hraðinn og þeim mun styttri tíma tekur að falla tiltekna vegalengd.
Krafturinn sem veldur því að blý og fjöður falla til jarðar er þyngdarkrafturinn frá jörðinni. Ef fallið gerist í lofttæmi er enginn annar kraftur að verki. Þyngdarkrafturinn er í beinu hlutfalli við massa hlutarins og massinn styttist því út þegar hröðunin er reiknuð: Léttir og þungir hlutir, stórir og smáir, falla jafnhratt við þessar aðstæður.
Þegar hlutirnir falla í lofti (eða öðru efni) kemur til sögu mótstaða frá loftinu. Hún ákvarðast af stærð hlutarins og lögun en massinn hefur ekki bein áhrif á hana. Við getum tekið sem dæmi tvær kúlur úr sama efni og eins að utan, en önnur þeirra er hol að innan og því miklu léttari en hin. Loftmótstaðan sem verkar á kúlurnar er þá hin sama ef hraðinn í loftinu er hinn sami.
Fallhröðun og hraði kúlnanna í lofti ákvarðast af mismuninum á þyngdarkraftinum og loftmótstöðunni. Þessi munur er hlutfallslega miklu minni fyrir léttari kúluna og hún fellur því hægar en hin. Munurinn getur jafnvel orðið 0 (núll) en þá fellur kúlan án þess að auka hraðann. Þessi samanburður á auðvitað ekki síður við um fjöðrina og blýlóðið þar sem loftmótstaðan er einmitt sérlega mikil á fjöðrina.
Lesendur sem hafa áhuga á þessu eru hvattir til að kynna sér svör um svipuð efni á Vísindavefnum.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3059.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 26. janúar). Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3059
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3059>.