Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 150 svör fundust
Á sá fund sem finnur?
"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...
Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...
Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?
Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...
Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?
Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...
Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?
Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...
Hver var Jón Árnason og hvað gerði hann merkilegt?
Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld. Segja má að þjóðsagnasöfnunin hafi þó aðeins verið hluti af stærri heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyfingu sem miðaði að því að skapa grundvöll þjóðmenningar og endurspeglast meðal annars í baráttu Jóns, vinar hans Sigurðar Gu...
Hvaða rannsóknir hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir stundað?
Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan íslenskra fræða og hefur hún meðal annars fengist við rannsóknir á handritum, frásagnarfræði, fornaldarsögum, riddarasögum og rímum. Doktorsrannsókn Aðalheiður fjallaði um Úlfhams ...
Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?
Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...
Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?
Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...
Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...