Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 134 svör fundust
Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?
Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...
Hver var Sólon frá Aþenu?
Sólon var aþenskur stjórnmálaleiðtogi, löggjafi og skáld, sem hafði nokkurs konar landsföðursímynd í hugum Aþeninga á klassískum tíma. Hann var einnig talinn einn af vitringunum sjö síðar meir en til þeirra sóttu Grikkir gjarnan innblástur enda var þeim eignuð margvísleg speki. Þó var líklega oft um vel kunna máls...
Hvaða afleiðingar hafði franska byltingin á konungsfjölskylduna?
Þegar franska byltingin hófst var Loðvík sextándi (1754-1793) við völd í Frakklandi. Kona hans var Marie Antoinette (1755-1793) og áttu þau saman fjögur börn, þau Marie-Thérèse-Charlotte (1778-1851), Louis-Joseph-Xavier-François (1781-1789), Louis-Charles (1785 -1795) og Sophie-Hélène-Béatrix (1786-1787). Bæði Sop...
Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?
Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...
Hvað er Genfarsáttmálinn?
Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...
Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?
Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...
Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...
Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?
Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...
Hver var fyrsti leikari Íslands?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver var fyrsti leikari Íslands og getur þú sagt mér eitthvað frá honum eða henni? Hvað gerir einstakling að leikara? Er það sá sem hefur viðurværi sitt af leiklist? Eða sá sem hefur menntun á sviði leiklistar? Það er varla fyrr en með opnun Þjóðleikhússins árið 1950 se...
Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?
Rússland, eða Rússneska ríkjasambandið (e. Russian Federation) eins og landið heitir formlega, skiptist niður í 89 stjórnsýslueiningar sem hafa mismunandi mikið sjálfræði í eigin málum. Mest sjálfstæði hafa lýðveldin sem eru 21 talsins. Þau hafa eigin stjórnarskrá, þing og forseta en lúta Moskvustjórninni í utanrí...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...
Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...
Hvað er Zapatista?
Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það y...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hvers konar mat eiga hlauparar og aðrir sem stunda íþróttir helst að borða?
Rétt mataræði getur skipt sköpum fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn, ekki síst þegar nær dregur keppni. Kolvetni eru oftast lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla st...